Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forseti Íslands lagði áherslu á fjölbreytileika við Pence

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Ís­lands sagð­ist von­ast til að Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, myndi gera sér grein fyr­ir mik­il­vægi frels­is og fjöl­breyti­leika í ís­lensku sam­fé­lagi.

Forseti Íslands lagði áherslu á fjölbreytileika við Pence
Hittust í Höfða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Mynd: Skjáskot

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagðist vonast til þess að á fundum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, með íslenskum ráðamönnum myndi hann gera sér grein fyrir þeim gildum sem einkenndu íslenskt þjóðfélag og nefndi frelsi, fjölbreytileika og virðingu fyrir samborgurunum. Þetta sagði Guðni þegar hann tók á móti Pence í Höfða núna fyrir skemmstu.

Pence hefur sætt gagnrýni vegna andstöðu sinnar við réttindi samkynhneigðra. Hefur hann verið andvígur því að samkynhneigðir þjóni í bandaríska hernum og kosið gegn auknum réttindum LGBT+ fólks. Hann er einnig andvígur hjónaböndum tveggja aðila af sama kyni.

Guðni benti á að Ísland mæti góð samskipti við Bandaríkin mikils. „Ég vonast líka til að þú fáir tilfinningu fyrir þeim gildum sem okkur eru kær, frelsi, fjölbreytileika, alþjóðasamstarf og virðingu hverju fyrir öðru.“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðni leggur áherslu á slík gildi gagnvart bandarískum stjórnvöldum. Þegar Donald Trump var kjörinn forseti árið 2016 óskaði Guðni honum til hamingju með þeim orðum að við styddum „jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú.“

Pence þakkaði fyrir sig og vildi byrja á að óska, fyrirfram, Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins. Bandaríkin væru stolt af því að hafa verið meðal fyrstu ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Íslands og hann lýsti jafnframt ánægju með góða samvinnu þjóðanna í efnahags og varnarmálum alla tíð síðan.

Pence sagði að þjóðir á borð við Rússa og Kínverja væru í auknum mæli að færa sig upp á skaftið á norðurslóðum og samstarf Bandaríkjanna og Íslands í gegnum NATÓ og beint til að gæta hagsmuna Bandaríkjanna á svæðinu. „Við erum þakklát fyrir varnarsamstarf ríkjanna og viðveru bandaríkjahers á Íslandi og við Ísland.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár