Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Sjálfstæðismenn vilja „darwinisma fyrir sjúklinga en dúnmjúkan velferðarsósíalisma fyrir einkabílinn“

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, gagn­rýndi Sjálf­stæð­is­menn harð­lega á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag. Ey­þór Arn­alds sagði ræðu henn­ar hlægi­lega.

Segir Sjálfstæðismenn vilja „darwinisma fyrir sjúklinga en dúnmjúkan velferðarsósíalisma fyrir einkabílinn“

„Það er alveg magnað með Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé flokkurinn sem tali fyrir ábyrgð einstaklings. Auka skal kostnaðarvitund hjá sjúklingum, umhverfisváin er eitthvað sem á að leysa með því að versla hluti eins bambustannbursta en þegar kemur að bílnum er talað fyrir gríðarlegum sósíalisma.“

Þetta sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðismanna um snjallvæðingu í umferðar- og ljósastýringu á borgarstjórnarfundi í dag. Hún sagði að slík áætlun væri þegar á dagskrá í borginni að frumkvæði meirihlutans og gert væri ráð fyrir fjármunum til innleiðingar snjalltækni í samgöngum í fjarhagsáætlun 2019.

Dóra sagði Sjálfstæðismenn töluðu aldrei fyrir persónulegri ábyrgð og einstaklingsbundnum lausnum í umræðu um einkabílinn. „Þá á hið opinbera alltaf að redda málunum,“ sagði hún. „Grimm einstaklingshyggja og Darwinismi fyrir sjúklinga en dúnmjúkur velferðarsósíalismi fyrir einkabílinn. Mislæg gatnamót hér, slaufu þar, jarðgöng og hraðbrautir sama hvað þær kosta fyrir einkabílinn og ef einhver vogar sér að leggja til skynsemi í fjármálum þar þá er slíkt stríðsyfirlýsing gegn fjölskyldum í borginni.“

Eyþór Arnalds gaf lítið fyrir málflutning Dóru og sagði ræðuna hennar aðhlátursefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár