Segir Sjálfstæðismenn vilja „darwinisma fyrir sjúklinga en dúnmjúkan velferðarsósíalisma fyrir einkabílinn“

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, gagn­rýndi Sjálf­stæð­is­menn harð­lega á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag. Ey­þór Arn­alds sagði ræðu henn­ar hlægi­lega.

Segir Sjálfstæðismenn vilja „darwinisma fyrir sjúklinga en dúnmjúkan velferðarsósíalisma fyrir einkabílinn“

„Það er alveg magnað með Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé flokkurinn sem tali fyrir ábyrgð einstaklings. Auka skal kostnaðarvitund hjá sjúklingum, umhverfisváin er eitthvað sem á að leysa með því að versla hluti eins bambustannbursta en þegar kemur að bílnum er talað fyrir gríðarlegum sósíalisma.“

Þetta sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðismanna um snjallvæðingu í umferðar- og ljósastýringu á borgarstjórnarfundi í dag. Hún sagði að slík áætlun væri þegar á dagskrá í borginni að frumkvæði meirihlutans og gert væri ráð fyrir fjármunum til innleiðingar snjalltækni í samgöngum í fjarhagsáætlun 2019.

Dóra sagði Sjálfstæðismenn töluðu aldrei fyrir persónulegri ábyrgð og einstaklingsbundnum lausnum í umræðu um einkabílinn. „Þá á hið opinbera alltaf að redda málunum,“ sagði hún. „Grimm einstaklingshyggja og Darwinismi fyrir sjúklinga en dúnmjúkur velferðarsósíalismi fyrir einkabílinn. Mislæg gatnamót hér, slaufu þar, jarðgöng og hraðbrautir sama hvað þær kosta fyrir einkabílinn og ef einhver vogar sér að leggja til skynsemi í fjármálum þar þá er slíkt stríðsyfirlýsing gegn fjölskyldum í borginni.“

Eyþór Arnalds gaf lítið fyrir málflutning Dóru og sagði ræðuna hennar aðhlátursefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár