Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Út­tekt Embætt­is land­lækn­is leiddi í ljós að bið eft­ir tíma hjá gigt­ar­lækni er frá tveim­ur mán­uð­um upp í ár. Áhyggj­ur komu fram um stöðu barna með vefjagigt.

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum
Læknar Bið eftir sérfræðilækni skal ekki vera lengri en 30 dagar samkvæmt viðmiðum embættis landlæknis. Mynd: Shutterst

Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, mun lengri en viðmiðunarmörk Embættis landlæknis segja fyrir um. Slíkt getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði.

Embættinu höfðu borist ábendingar um málið og því var gerð úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrri hluta árs 2019. Til hliðsjónar var viðmið embættisins þar sem miðað er við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi sé 30 dagar.

„Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf er á að jafna það,“ segir í tilkynningu frá landlækni. „Ráðgjafarsími göngudeildar gigtar er mikilvægur stuðningur við starf lækna utan deildarinnar og jafnar þannig aðgengi og eykur gæði þjónustunnar en hlutverk deildarinnar í heildarskipulagi heilbrigðisþjónustu við gigtarsjúklinga er þó ekki nógu vel skilgreint.“

Í úttektinni komu einnig fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi. Telur embættið að skoða þurfi það sérstaklega. „Þá kom einnig greinilega fram að þörf er á heildstæðara skipulagi þjónustu við einstaklinga með gigtarsjúkdóma og skýrari verkaskiptingu til þess að efla flæði og samstarf milli veitenda þjónustunnar. Brýnt er að slík verkaskipting sé veitendum og notendum þjónustunnar kunn til að koma í veg fyrir óþarfa bið og sóun,“ segir í tilkynningunni.

Ábendingum embættisins hefur verið beint til heilbrigðisráðuneytisins, göngudeildar gigtar Landspítalans, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár