Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Í fyrra höfðu tíu tekju­hæstu karl­arn­ir í Reykja­vík meira en þre­falt hærri heild­ar­tekj­ur sam­an­lagt en tíu tekju­hæstu kon­urn­ar í höf­uð­borg­inni, eða 8,4 millj­arða sam­an­bor­ið við 2,5 millj­arða kvenn­anna. Horft til sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er minnst­ur mun­ur á heild­ar­tekj­um tekju­hæstu karl­anna og kvenn­anna í Hafnar­firði.

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík
Jón og Rannveig Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, eru bæði búsett í Garðabæ, þar sem tekjuhæstu karlarnir hafa samanlagt rúmlega tvöfalt hærri heildarárstekjur en tíu tekjuhæstu konurnar. Jón og Rannveig eru bæði í hópi þeirra tíu tekjuhæstu af sínu kyni í Garðabæ. Jón var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra, með um 28,4 milljónir króna á mánuði. Rannveig er eina konan sem komst á topp tíu listann yfir tekjuhæstu forstjóra landsins. Hún vermir þar tíunda sætið og hefur talsvert lægri tekjur en Jón, eða 6,2 milljónir á mánuði.

Talsverður munur er á heildarárstekjum tekjuhæstu íbúanna á höfuðborgarsvæðinu eftir kyni. Í fimm af sex sveitarfélögum eru heildartekjur tekjuhæstu tíu karlanna í það minnsta tvöfalt hærri en heildartekjur tíu tekjuhæstu kvennanna. 

Mestur er munurinn í Reykjavík. Tíu tekjuhæstu karlarnir í Reykjavík höfðu samanlagt rúmlega 8,4 milljarða króna í heildarárstekjur í fyrra, á meðan tíu tekjuhæstu konurnar þar höfðu tæplega 2,5 milljarða í heildarárstekjur samanlagt. 

Í Kópavogi höfðu karlar meira en fjórum sinnum hærri heildartekjur en konur. Þar höfðu tíu tekjuhæstu karlarnir tæplega 2,6 milljarða króna en tíu tekjuhæstu konurnar rétt tæplega 647 milljónir, samanlagt í heildarárstekjur. 

Samanlagðar heildarárstekjur tíu tekjuhæstu karlanna í Garðabæ voru 2,7 milljarðar króna, á meðan tíu tekjuhæstu konurnar í Garðabæ höfðu samanlagt 1,14 milljarða króna í heildarárstekjur.

Hafnarfjörður sker sig úr að því leyti hve litlu munar á heildartekjum tekjuhæstu kvenna og karla sem þar búa. Heildartekjur tíu tekjuhæstu karlanna þar nema 1,4 milljörðum króna, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu