Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Í fyrra höfðu tíu tekju­hæstu karl­arn­ir í Reykja­vík meira en þre­falt hærri heild­ar­tekj­ur sam­an­lagt en tíu tekju­hæstu kon­urn­ar í höf­uð­borg­inni, eða 8,4 millj­arða sam­an­bor­ið við 2,5 millj­arða kvenn­anna. Horft til sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er minnst­ur mun­ur á heild­ar­tekj­um tekju­hæstu karl­anna og kvenn­anna í Hafnar­firði.

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík
Jón og Rannveig Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, eru bæði búsett í Garðabæ, þar sem tekjuhæstu karlarnir hafa samanlagt rúmlega tvöfalt hærri heildarárstekjur en tíu tekjuhæstu konurnar. Jón og Rannveig eru bæði í hópi þeirra tíu tekjuhæstu af sínu kyni í Garðabæ. Jón var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra, með um 28,4 milljónir króna á mánuði. Rannveig er eina konan sem komst á topp tíu listann yfir tekjuhæstu forstjóra landsins. Hún vermir þar tíunda sætið og hefur talsvert lægri tekjur en Jón, eða 6,2 milljónir á mánuði.

Talsverður munur er á heildarárstekjum tekjuhæstu íbúanna á höfuðborgarsvæðinu eftir kyni. Í fimm af sex sveitarfélögum eru heildartekjur tekjuhæstu tíu karlanna í það minnsta tvöfalt hærri en heildartekjur tíu tekjuhæstu kvennanna. 

Mestur er munurinn í Reykjavík. Tíu tekjuhæstu karlarnir í Reykjavík höfðu samanlagt rúmlega 8,4 milljarða króna í heildarárstekjur í fyrra, á meðan tíu tekjuhæstu konurnar þar höfðu tæplega 2,5 milljarða í heildarárstekjur samanlagt. 

Í Kópavogi höfðu karlar meira en fjórum sinnum hærri heildartekjur en konur. Þar höfðu tíu tekjuhæstu karlarnir tæplega 2,6 milljarða króna en tíu tekjuhæstu konurnar rétt tæplega 647 milljónir, samanlagt í heildarárstekjur. 

Samanlagðar heildarárstekjur tíu tekjuhæstu karlanna í Garðabæ voru 2,7 milljarðar króna, á meðan tíu tekjuhæstu konurnar í Garðabæ höfðu samanlagt 1,14 milljarða króna í heildarárstekjur.

Hafnarfjörður sker sig úr að því leyti hve litlu munar á heildartekjum tekjuhæstu kvenna og karla sem þar búa. Heildartekjur tíu tekjuhæstu karlanna þar nema 1,4 milljörðum króna, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár