Talsverður munur er á heildarárstekjum tekjuhæstu íbúanna á höfuðborgarsvæðinu eftir kyni. Í fimm af sex sveitarfélögum eru heildartekjur tekjuhæstu tíu karlanna í það minnsta tvöfalt hærri en heildartekjur tíu tekjuhæstu kvennanna.
Mestur er munurinn í Reykjavík. Tíu tekjuhæstu karlarnir í Reykjavík höfðu samanlagt rúmlega 8,4 milljarða króna í heildarárstekjur í fyrra, á meðan tíu tekjuhæstu konurnar þar höfðu tæplega 2,5 milljarða í heildarárstekjur samanlagt.
Í Kópavogi höfðu karlar meira en fjórum sinnum hærri heildartekjur en konur. Þar höfðu tíu tekjuhæstu karlarnir tæplega 2,6 milljarða króna en tíu tekjuhæstu konurnar rétt tæplega 647 milljónir, samanlagt í heildarárstekjur.
Samanlagðar heildarárstekjur tíu tekjuhæstu karlanna í Garðabæ voru 2,7 milljarðar króna, á meðan tíu tekjuhæstu konurnar í Garðabæ höfðu samanlagt 1,14 milljarða króna í heildarárstekjur.
Hafnarfjörður sker sig úr að því leyti hve litlu munar á heildartekjum tekjuhæstu kvenna og karla sem þar búa. Heildartekjur tíu tekjuhæstu karlanna þar nema 1,4 milljörðum króna, …
Athugasemdir