Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bakkus liggur í votri gröf

Ein­ar Óla­son skildi við Bakkus eft­ir að móð­ir hans heim­sótti hann í draumi.

Það má segja að það séu nokkrir stórir atburðir sem hafa breytt lífi mínu. Sá stærsti er sennilega þegar ég hætti að neyta áfengis fyrir fjórum árum síðan. 

Nóttina sem ég ákvað að hætta áfengisneyslu birtist móðir mín mér í svefni – eða ég var eiginlega á milli svefns og vöku þegar ég fann fyrir móður minni á rúmstokknum og heyrði hana segja: „Einar minn, þú verður að hætta að drekka. Þetta á eftir að drepa þig.“ Þegar ég rumskaði þá fann ég fyrir tárum í höndunum. 

Þegar ég vaknaði morguninn eftir hringdi ég í vin minn og bað hann um að hjálpa mér að komast í einhvers konar meðferð. Í kjölfarið fór ég að fara á fundi hjá SÁÁ reglulega, fimm sinnum í viku, einn og hálfan tíma í senn. 

Þetta varð til þess að síðan hef ég ekki neytt áfengis. Það má segja að ég hafi skilið við Bakkus vegna misnotkunar á honum. Ég tók hann, hnoðaði honum saman í lófa mér, fór niður á höfn og henti honum í sjóinn þar sem hann liggur í votri gröf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár