Hermann Kristjánsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, var lang tekjuhæsti íbúi sveitarfélagsins í fyrra. Tekjur hans námu 538 milljónum króna á árinu og voru að langstærstum hluta fjármagnstekjur.
Hermann seldi Útgerðarfélagið Már ehf. í fyrra, en það gerir út fiskiskipið Beta VE. Félagið selur afla bæði innanlands og erlendis og var skipið gert út frá Vestmannaeyjum. Kaupandinn er Bergþór Baldvinsson, forstjóri Nesfisks í Garði, sem flutti skipið til Sandgerðis þaðan sem það mun gera út. Fylgdu 414 tonn af kvóta með í kaupunum samkvæmt vef Aflafrétta. Eignir félagsins í árslok 2018 námu 202 milljónum króna.
Athugasemdir