Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Sam­tök grænkera á Ís­landi skora á stjórn­völd að bjóða upp á grænkera­fæðu hjá hinu op­in­bera, þar sem dýra­eldi or­sak­ar stór­an hluta los­un­ar gróð­ur­húsaloft­teg­unda í land­bún­aði.

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
Grænmeti Kolefnisfótspor landbúnaðar er að miklu leyti vegna dýraeldis. Mynd: Nanna Rögnvaldar

Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að auka vægi grænkerafæðu í skólum, opinberum stofnunum og sjúkrahúsum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá samtökunum, sem berjast fyrir framgangi vegan fæðu á landinu.

Benda samtökin á að jöklar landsins muni hverfa vegna hamfarahlýnunar og að Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hafi lagt áherslu á að grípa þurfi til aðgerða til að stöðva þá þróun. „Lítið virðist þó vera á döfinni varðandi einn mikilvægasta þáttinn í þessu samhengi, þ.e. að draga úr neyslu dýraafurða,“ segir í tilkynningunni. „Stjórnvöld hafa ekki gefið nein skýr skilaboð frá sér varðandi þennan þátt, en landbúnaður telur 13% af losun Íslands miðað við Kýótó-bókunina (en 21% af losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda). Um 50% af þessari losun landbúnaðar er metangaslosun vegna dýraeldis, en metangas er gróðurhúsalofttegund sem er 25 sinnum skaðlegri umhverfinu en koltvísýringur, en að sama skapi þeim eiginleikum gætt að hreinsast fljótar úr andrúmsloftinu en koltvísýringur.“

Segja samtökin að þrátt fyrir að börn hafi gripið til loftslagsverkfalla í skólum bjóðist þeim ekki að velja sér grænkerafæði í mötuneytum skólanna. „Mörg börn þurfa að fara með nesti í leik-/grunnskóla upp á hvern einasta dag þar sem skólarnir fara fram á læknisvottorð til að börnin geti fengið grænkerafæði. Það er margsannað að plöntumiðað mataræði er fullnægjandi að öllu leyti á öllum æviskeiðum og því væri rökrétt skref að bjóða upp á þann kost í öllum skólamötuneytum landsins,“ segir í tilkynningunni.

„Það reynist jafnvel erfitt að fá grænkerafæði á sjúkrahúsum“

Hvetja samtökin til þess að boðið verði upp á valkosti í skólum og sýna fram á kolefnisspor máltíða. Þetta muni spara fé, þar sem grænkerafæði sé almennt ódýrara, auk þess sem það auðveldi matreiðslu í skólum þar sem flest algengustu ofnæmi séu fyrir dýraafurðum.

„Við tölum hér sérstaklega um grænkerafæði í skólum þar sem þeir eru nú að hefjast og bæði foreldra og börn farið að lengja eftir þessum breytingum en að sjálfsögðu á þessi áskorun við um allar stofnanir ríkis og sveitarfélaga,“ segir í tilkynningunni. „Það reynist jafnvel erfitt að fá grænkerafæði á sjúkrahúsum og erum við langt á eftir þeim Evrópulöndum sem við jafnan miðum okkur við hvað þetta varðar.  Við óskum eftir aðgerðum strax og megum engan tíma missa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár