Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, oft­ast kennd­ur við Su­bway, seg­ir að áætla megi að Sveinn Andri Sveins­son gæti hafa rukk­að 74 millj­ón­ir króna fyr­ir það eitt að taka á móti kröf­um í þrota­bú WOW air.

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
Sveinn Andri Sveinsson Skúli segir Svein Andra sjúga til sín pening úr þrotabúum. Mynd: Pressphotos

Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við Subway, segir Svein Andra Sveinsson lögmann sjúga peninga út úr þeim þrotabúum sem hann starfar sem skiptastjóri hjá. „Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast,“ skrifar hann í grein í Fréttablaðinu í dag.

Sveinn Andri er skiptastjóri í þrotabúi félagsins EK 1923 ehf., sem Skúli fór fyrir, og hefur tilkynnt Skúla til embættis Héraðssakskóknara fyrir skilasvik og fjárdrátt eða umboðssvik. Hefur Skúli lýst yfir óánægju sinni með störf Sveins Andra í fjölmiðlum og meðal annars kallað hann siðblindan.

„Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests,“ skrifar Skúli. „Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu.“

Skúli bendir á að Sveinn Andri sé skiptastjóri þrotabús WOW air og yfir sex þúsund kröfum hafi verið lýst í það bú og sendar til Sveins Andra. „Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air,“ skrifar hann. „Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur.“

Sveinn Andri hefur hafnað því að hann hyggist innheimta sams konar upphæðir fyrir störf sín vegna þrotabús WOW air. „Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús,“ skrifar Skúli. „Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu