Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Beittu símahlerunum nær daglega í fyrra

Síma­hler­un­um og skyld­um úr­ræð­um hjá lög­reglu­embætt­un­um fjölg­aði um 40 pró­sent milli ár­anna 2017 og 2018. Lög­reglu­embætt­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Suð­ur­nesj­um drógu svör í meira en ár.

Beittu símahlerunum nær daglega í fyrra
Lögreglan Flest tilvik símahlerana voru hjá lögregluembættunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Mynd: Af Facebook-síðu lögreglunnar

Lögregluembættin beittu símahlerunum í 362 skipti árið 2018. Þar af voru 322 tilvik, eða 89 prósent, hjá embættum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Árið 2017 var 256 sinnum gripið til símahlustunar eða skyldra úrræða. Fjölgaði þannig tilfellum um 40 prósent milli ára. Úrskurðir sem lutu að símahlustun voru 53 árið 2018. Auk þeirra lutu 30 úrskurðir að svokölluðum eftirfarabúnaði, 65 að útskrift á gagnanotkun farsíma, 132 að útskrift á notkun, 29 að upplýsingum um rétthafa, einn að tölvusamskiptum, fimm að myndavélaeftirliti, átt að hlustunarbúnaði og 39 að svokallaðri IMEI-leit.

Kemur þetta fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum árið 2018. Bæði lögregluembættin á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu drógu í rúmt ár að svara bréfi ríkissaksóknara sem báðum embættum var skylt að svara. Lögregluembættið á Suðurnesjum hafði ekki svarað bréfinu þegar skýrslan var gerð í júní, en í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að bréfinu hafi nú verið svarað.

Bréfið var fyrst sent í janúar 2017 og erindi þess ítrekað þegar ár var liðið frá því það var sent. „Við svöruðum í síðustu viku í samræmi við þann frest sem var fenginn,“ segir Ólafur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svaraði bréfinu eftir ítrekun, en öll önnur embætti höfðu svarað því án tafa. Í bréfinu var beðið um upplýsingar um hvernig haldið væri utan um meðferð upplýsinga sem aflað væri með símahlustun og skyldum úrræðum. Einnig var beðið um tilnefningu tengiliðs við embætti ríkissaksóknar vegna símahlustana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár