Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið

For­sæt­is­nefnd valdi mann til for­mennsku í siðanefnd Al­þing­is sem tel­ur sig of tengd­an þing­mönn­um til að geta tek­ið óhlut­dræga af­stöðu í siða­reglu­máli.

Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið
Gunnar Bragi og Bergþór brutu siðareglur Niðurstaða siðanefndar Alþingis er að tveir Klausturþingmannanna hafi brotið siðareglur. Mynd: Vefsvæði Alþingis, HÍ og HR

Jón Kristjánsson, formaður Siðanefndar Alþingis og fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, treysti sér ekki til að taka þátt í umfjöllun nefndarinnar um ummæli og framgöngu Klaustursþingmannanna. Hann skrifar því ekki undir álit nefndarinnar.

Ástæðan er sú að Jón taldi sig skorta „þá óhlutdrægni sem nauðsynleg er til þess að kveða upp í því dóma sem ég get varið fyrir samvisku minni“ sökum stjórnmálaþátttöku sinnar með eða á móti þeim þingmönnum sem um ræðir.

Siðanefnd Alþingiser skipuð af forsætisnefnd og ætlað hlutverk sem óháð ráðgefandi nefnd, til aðstoðar við eftirlit forsætisnefndar með framkvæmd siðareglna. Er formaður siðanefndarinnar valinn af forseta Alþingis. 

Nú liggur fyrir að forsætisnefnd valdi mann til að leiða siðanefndina sem telur sig of tengdan stjórnmálamönnum til að geta fellt siðferðilega dóma á grundvelli reglnanna. Fyrir vikið er niðurstaða siðanefndar í Klaustursmálinu aðeins undirrituð af tveimur nefndarmönnum og ekki formanni.

Tók þátt í afgreiðslu á máli Þórhildar Sunnu

Jón tók sæti Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem vék tímabundið úr nefndinni af persónulegum ástæðum. Jón stóð að áliti nefndarinnar í maí síðastliðnum þegar nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþinigsmanna með því að segja að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé.

Hinir nefndarmennirnir tveir, Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson, komu bæði inn í nefndina í janúar síðastliðnum eftir að þau Hafsteinn Þór Hauksson og Salvör Nordal óskuðu eftir því að hætta í nefndinni. Þau skrifa bæði undir niðurstöðu nefndarinnar, sem er að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hafi brotið gegn siðareglum Alþingis. Jón treysti sér hins vegar ekki til að taka þátt í starfi nefndarinnar og skrifar því ekki undir álitið.

Jón skilaði eftirfarandi bókun með niðurstöðu nefndarinnar:

Ég hef um tíma setið í siðanefnd Alþingis sem varamaður Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Ég hef unnið þar með starfsmanni nefndarinnar og sérfræðingum, sem hafa farið vandlega yfir stöðu mála og unnið þar að mínum dómi faglega og af heiðarleika. Varðandi það mál sem hér er til afgreiðslu er það þannig vaxið að vegna stjórnmálaþátttöku minnar á liðnum tíma með eða á móti þeim aðilum sem þar er fjallað um er það mín tilfinning að mig skorti þá óhlutdrægni sem nauðsynleg er til þess að kveða upp í því dóma sem ég get varið fyrir samvisku minni. Ég treysti hins vegar öðrum nefndarmönnum vel til þess verks. Ég hef því ekki tekið þátt í umfjöllun nefndarinnar um þetta mál og skrifa því ekki undir efnislegar tillögur hennar, en vil skýra afstöðu mína með þessari bókun.

Var aldrei samtíða Klausturþingmönnum á Alþingi

Jón KristjánssonTreysti sér ekki til að taka þátt í umfjöllun Siðanefndar Alþingis um Klausturmálið.

Jón Kristjánsson sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1984 til 2007 og var ráðherra á árunum 2001 til 2007. Hann var því aldrei samtíða neinum Klaustursþingmannanna á þingi. Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru báðir kjörnir á þing árið 2009 en hinir Klausturþingmennirnir fjórir, Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Anna Kolbrún Árnadóttir voru öll fyrst kosin á þing í síðustu kosningum, árið 2017.

„Ég hef því ekki tekið þátt í umfjöllun nefndarinnar um þetta mál“

Gera má ráð fyrir að Jón sé að vísa til að minnsta kosti Gunnars Braga þegar hann talar um stjórnmálaþáttöku sína með eða á móti þingmönnunum sem um ræðir. Gunnar Bragi og Jón voru samtíða í Framsóknarflokknum en Gunnar Bragi var formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði og varaformaður kjördæmissambands flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra á sínum tíma. Þá sat hann í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2002 til 2010. Auk þess var Gunnar Bragi aðstoðarmaður Páls Péturssonar félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins á árunum 1997 til 1999. Þeir Jón hafa því væntanlega starfað saman á vettvangi Framsóknarflokksins á þessum árum.

Hefði mátt vera tengslin ljós fyrirfram

Varðandi aðra Klausturþingmenn þá er vandséð að stjórnmálaþátttaka Jóns hafi verið „með eða á móti“ þeim þingmönnum. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009, um það bil einu og hálfu ári eftir að Jón hætti á þingi. Fyrir þann tíma hafði Sigmundur að eigin sögn ekki verið skráður í Framsóknarflokkinn. Anna Kolbrún var félagi í Framsóknarflokknum áður en hún gekk til liðs við Miðflokkinn en ekki kjörinn fulltrúi á vegum flokksins. Þá var Bergþór Ólason aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins á árunum 2003 til 2006, í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stjórnmálaþátttaka þeirra Ólafs og Karls Gauta var takmörkuð fyrir þann tíma.

Jón mátti því vita áður en nefndin tók Klausturmálið til afgreiðslu hver hugsanleg tengsl hans við þingmennina sex væru. Stundin reyndi að hafa samband við Jón, til að spyrja hann hví hann hefði ekki sagt sig frá setu í nefndinni í ljós þess sem hann setur fram í bókinni. Ekki náðist hins vegar í Jón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár