Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framhaldsskólakennari afneitar loftslagsbreytingum og segir Gretu Thunberg ekkert vita um vísindi

Páll Vil­hjálms­son seg­ir að vinstri­menn og „lofts­lagssinn­ar“ noti „ungu, sak­lausu, fal­legu stúlk­una Gretu Thun­berg“ sem hug­mynda­fræði­legt tákn.

Framhaldsskólakennari afneitar loftslagsbreytingum og segir Gretu Thunberg ekkert vita um vísindi

Páll Vilhjálmsson, sögukennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, sem reglulega er vitnað til í Staksteinum Morgunblaðsins, telur að hnattræn hlýnun sé „hugmyndafræði en ekki vísindi.“ Þessu hélt hann fram í viðtali á Útvarpi Sögu í gær. Að sögn Páls nota vinstrimenn „hugmyndafræðileg tákn til að koma boðskapnum á framfæri, eins og ungu, saklausu, fallegu stúlkuna Gretu Thunberg sem getur auðvitað alls ekki vitað eitt eða neitt um vísindi“. 

Hann telur þetta þó misráðið af loftslagshreyfingunni. „Ef Greta Thunberg væri aldraður vísindamaður, með mikinn ljóma í kringum sig, væri hún trúverðugri talsmaður fyrir þessa ruglhugsun, að það sé til manngert veður.“ Páll segir að ungir upprennandi vísindamenn sem trúi ekki á hamfarahlýnun eigi enga möguleika í vísindaheiminum. Þeir sem gagnrýni hnattræna hlýnun fái á sig stimpilinn „afneitarar“. 

Páll heldur því fram að fólk hafi komið sér saman um að trúa á hamfarahlýnun af manna völdum vegna þess að með hruni kommúnismans og Sovétríkjanna hafi myndast „hugmyndafræðilegt tóm“. Loftslagsógnin réttlæti ríkisafskiptin sem séu ær og kýr vinstrimanna. Segir Páll að „þessi meinta góðmennska gagnvart jörðinni“ valdi fólki sem á um sárt að binda ennþá meiri erfiðleikum en það búi við nú þegar. 

Uppi varð fótur og fit árið 2015 þegar Páll skrifaði pistil undir yfirskriftinni „Vont kynlíf er ekki nauðgun-strákasjónarhorn“. „Að þessi maður sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er ekki boðlegt. Hverslags kjaftæði er þetta. Hver er tilgangurinn með þessum skrifum?“ skrifaði Máni Pétursson útvarpsmaður, sem sat í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár