Þegar horft er til allra árganga 2–17 ára er skráð þátttaka í bólusetningum 95 prósent á Íslandi. Embætti landlæknis telur það hlutfall fullnægjandi til að hindra verulega útbreiðslu faraldra sem hingað gætu borist.
Andstaða við bólusetningar er vaxandi vandamál á heimsvísu að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Bólusetning er skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og er hún talin koma í veg fyrir 2–3 milljónir dauðsfalla á heimsvísu. Telur stofnunin að koma mætti í veg fyrir eina og hálfa milljón dauðsfalla til viðbótar með bættu aðgengi að bólusetningum.
Trú sumra á að bólusetningar geti valdið alvarlegu heilsutjóni hefur dregið úr vilja fólks til að nýta sér kostinn. Telur WHO þá kenningu vera eina af tíu stærstu ógnum við heilbrigði á alþjóðavísu árið 2019. Sem dæmi hefur útbreiðsla mislinga aukist um 30 prósent að undanförnu. Hafa sumar þjóðir, sem nánast höfðu upprætt sjúkdóminn, horft upp á aukningu tilfella.
Í …
Athugasemdir