Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segja innheimtu á ólöglegum smálánum enn standa yfir

Neyt­enda­sam­tök­in segja full­reynt að höfða til sam­visku stjórn­anda inn­heimtu­fyr­ir­tæk­is. Ábend­ing­ar ber­ist enn um inn­heimtu á smá­lán­um með ólög­lega háa vexti, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar um ann­að.

Segja innheimtu á ólöglegum smálánum enn standa yfir
Smálán Samkvæmt lögum mega vextir smálána hæst vera 53,75 prósent. Mynd: Shutterstock

Neytendasamtökunum berast enn ábendingar um innheimtu á smálánum sem bera meira en hæstu löglegu vexti, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

„Enn er lántakendum neitað um sundurliðun á kröfum og innheimta ólögmætra lána heldur áfram,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Það er stóralvarlegt að innheimtufyrirtæki í eigu lögmanns (og er því ekki undir eftirliti FME) skuli komast upp með að neita að afhenda gögn um stöðu lántakenda sem í einhverjum tilfellum sýna að fólk er löngu búið að greiða upp sína skuld. En til þess er jú leikurinn gerður“

Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og stjórnandi Almennrar innheimtu, sagði við Fréttablaðið á dögunum að fyrirtækið sé hætt að innheimta lán sem eru með yfir 53,75 prósent vöxtum. „Það eru engin eldri lán í innheimtu,“ sagði Gísli. 

Neytendasamtökin segjast hafa dæmi undir höndum þar sem lántakandi var búinn að greiða 750.000 meira en honum bar og átti að greiða um 400.000 til viðbótar. Þegar hann hafi gert kröfu á Almenna innheimtu um endurgreiðslu hafi fyrirtækið hætt frekari innheimtu og felldi niður kröfu sína.

„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og eiganda Almennrar innheimtu ehf.“ segir í yfirlýsingunni frá samtökunum. „Mikilvægt er að Lögmannafélag Íslands rannsaki hið fyrsta hvort háttsemi lögmannsins kunni að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Þar sem félagið tekur ekki við kvörtunum Neytendasamtakanna eru lántakaendur sem standa í stappi við Almenna innheimtu ehf. hvattir til að senda kvörtun á Lögmannafélag Íslands.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár