Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segja innheimtu á ólöglegum smálánum enn standa yfir

Neyt­enda­sam­tök­in segja full­reynt að höfða til sam­visku stjórn­anda inn­heimtu­fyr­ir­tæk­is. Ábend­ing­ar ber­ist enn um inn­heimtu á smá­lán­um með ólög­lega háa vexti, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar um ann­að.

Segja innheimtu á ólöglegum smálánum enn standa yfir
Smálán Samkvæmt lögum mega vextir smálána hæst vera 53,75 prósent. Mynd: Shutterstock

Neytendasamtökunum berast enn ábendingar um innheimtu á smálánum sem bera meira en hæstu löglegu vexti, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

„Enn er lántakendum neitað um sundurliðun á kröfum og innheimta ólögmætra lána heldur áfram,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Það er stóralvarlegt að innheimtufyrirtæki í eigu lögmanns (og er því ekki undir eftirliti FME) skuli komast upp með að neita að afhenda gögn um stöðu lántakenda sem í einhverjum tilfellum sýna að fólk er löngu búið að greiða upp sína skuld. En til þess er jú leikurinn gerður“

Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og stjórnandi Almennrar innheimtu, sagði við Fréttablaðið á dögunum að fyrirtækið sé hætt að innheimta lán sem eru með yfir 53,75 prósent vöxtum. „Það eru engin eldri lán í innheimtu,“ sagði Gísli. 

Neytendasamtökin segjast hafa dæmi undir höndum þar sem lántakandi var búinn að greiða 750.000 meira en honum bar og átti að greiða um 400.000 til viðbótar. Þegar hann hafi gert kröfu á Almenna innheimtu um endurgreiðslu hafi fyrirtækið hætt frekari innheimtu og felldi niður kröfu sína.

„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og eiganda Almennrar innheimtu ehf.“ segir í yfirlýsingunni frá samtökunum. „Mikilvægt er að Lögmannafélag Íslands rannsaki hið fyrsta hvort háttsemi lögmannsins kunni að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Þar sem félagið tekur ekki við kvörtunum Neytendasamtakanna eru lántakaendur sem standa í stappi við Almenna innheimtu ehf. hvattir til að senda kvörtun á Lögmannafélag Íslands.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár