Að búa í Japan í eitt ár breytti lífi mínu. Það var svo ótrúlega mikil reynsla í því, bæði að læra að þekkja sjálfa sig og þekkja heiminn betur.
Þar komst ég að því hvað ég er í rauninni mikill femínisti. Ég upplifði í Japan hvernig það væri ákveðinn skortur á femínisma og ég upplifði eins og það vantaði fleiri konur sem segðu sína skoðun á málunum. Það var stór hluti af því að ég fór af meiri ástríðu inn í femínisma þegar ég kom aftur heim og stofnaði hlaðvarpið Smá pláss á Rúv. Núll með Elínu Elísabetu.
Ég hafði líka verið að flýja listræna kornið í mér áður en ég fór út, ég var búin að reyna að bæla það niður mjög lengi. Beint eftir Japan fór ég í Myndlistaskólann í Reykjavík, í sjónlistadeildina. Nú er ég að vinna í myndlistinni og er meðal annars að stofna galleríið Flæði. …
Athugasemdir