Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Styðja hertar reglur um jarðakaup útlendinga

84 pró­sent að­spurðra vilja herða regl­ur um jarða­kaup út­lend­inga, sam­kvæmt skoð­ana­könn­un. Ráð­herra seg­ir mun á því hvort um sé að ræða ein­stak­ar fast­eign­ir eða heilu dal­ina.

Styðja hertar reglur um jarðakaup útlendinga

55,6 prósent aðspurðra segjast mjög sammála því að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi í nýrri könnun sem Zentrum rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. 28 prósent segjast frekar sammála, en aðeins 5 prósent eru ósammála.

Mikil umræða hefur verið um samþjöppun eignarhalds á landi að undanförnu, meðal annars vegna uppkaupa breska auðkýfingsins James Ratcliffe á jörðum og vatnsréttindum á Norðausturlandi.

„Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart eftir umræðuna og þau samtöl sem ég hef átt við fjölmarga aðila um allt land á liðnum mánuðum, misserum og jafnvel árum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þurfum að vera skýrari og ganga lengra en við hefðum kannski gert bara fyrir sex árum. Við þurfum að setja skýr viðmið um hvað okkur finnst eðlilegt og hvað ekki.“

Ráðherrann boðar frumvarp um málið á haustþingi. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að slík löggjöf brjóti gegn EES-samningnum. „Við höfum annars vegar fyrirmynd frá Noregi, sem er EES-land, og hins vegar frá Danmörku, sem er í Evrópusambandinu,“ segir hann. „Þar er gengið miklu, miklu lengra í reglum er varða kaup á landi en við gerum nokkurn tímann. Mér finnst til dæmis augljóst að það sé stórkostlegur munur á því hvort um sé að ræða einstakar fasteignir eða stórar landspildur, hvað þá jarðir eða heilu dalina.“

Hann segir loks að oft geti reynst erfitt að finna upplýsingar um eigendur jarða. „Eignarhald getur verið óljóst vegna þess að jörð getur verið í eigu einhvers félags sem er í eigu einhvers annars. Þess vegna getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir það hvaða aðili og hvort einhver einn aðili sé eigandi margra jarða eða hafi mismunandi félög um hverja jörð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár