Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Viðar biðst afsökunar: „Þetta var ósmekklegt hjá okkur“

Jón Við­ar Arn­þórs­son, stofn­andi ISR á Ís­landi, harm­ar að hafa vald­ið fólki óþæg­ind­um með birt­ingu mynd­bands þar sem of­beldi var haft í flimt­ing­um.

Jón Viðar biðst afsökunar: „Þetta var ósmekklegt hjá okkur“

Jón Viðar Arnþórsson, bardagaþjálfari og stofnandi ISR á Íslandi, hefur beðist afsökunar á birtingu myndbands sem hann og systir hans tóku upp til að auglýsa námskeið í áhættuleik.

Stundin fjallaði um málið í gær og ræddi við Jón Viðar, en mörgum var brugðið vegna myndbandsins þar sem gróft ofbeldi var sviðsett og sprellað með að það gæti hjálpað konu að grennast. 

„Ég vil biðjast afsökunar á þessu myndbandi, þetta var ósmekklegt hjá okkur. Mér þykir virkilega sárt og leiðinlegt að þetta hafi farið fyrir brjóstið á svona mörgum. Var aldrei markmiðið,“ skrifar Jón á Facebook. „Ég er ekki að gera lítið úr heimilsofbeldi og mun aldrei gera. Ég fyrirlít það eins og allt sem tengist ofbeldi, líkamlegu og andlegu. Ég berst gegn því alla daga og mun aldrei hætta því.“

Jón Viðar segist hafa kennt bardagaíþróttir og sjálfsvörn í 19 ár. Hann hafi það fyrir reglu að þjálfa ekki fólk sem beiti aðra ofbeldi. „Ég hef hiklaust rekið fólk úr Mjölni og ISR (á þriðja tug aðila) sem hafa beitt aðra ofbeldi. Það er eitthvað sem ég mun aldrei líða. Ég hef þjálfað á annað þúsund stelpur í sjálfsvörn, margar af þeim hafa lent í ofbeldi. Ég reyni ég að öllu mætti að gera þær sterkari og hjálpa þeim að díla við hræðslu og ef þær skildu lenda í átökum aftur hvernig best er að bregðast við.“

„Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt“

Hann segist auk þess hafa aðstoðað leikstjóra og kvikmyndaframleiðendur við að setja upp ofbeldisfull atriði. „Þau geta verið ljót og gróf. En það er bíó, ekki raunveruleiki. Þar snýst vinnan mín um að gera þau raunveruleg og að enginn slasist á tökustað. Enn og aftur, mér þykir þetta rosalega leiðinlegt að hafa gert þetta myndband, varað ekki við því og póstað því sem gríni á milli okkar systkinana á Stunt síðuna. Var hugsnurlaust í hamganginum hjá okkur. Fyrirgefið enn og aftur.“

Fjöldi fólks skrifar athugasemdir við færslu Jóns og sendir honum stuðningskveðjur. „Þú hefur sko gert okkur stelpurnar sterkar og sterkari en við vorum áður en við hófum þjálfun hjá þér og strákana líka,“ skrifar ung kona. „Ég get líka vottað að meiri virðingu fyrir konum er erfitt að finna í öðrum gynmum og öryggi og samheldni í hóp eins og við höfum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár