Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Viðar biðst afsökunar: „Þetta var ósmekklegt hjá okkur“

Jón Við­ar Arn­þórs­son, stofn­andi ISR á Ís­landi, harm­ar að hafa vald­ið fólki óþæg­ind­um með birt­ingu mynd­bands þar sem of­beldi var haft í flimt­ing­um.

Jón Viðar biðst afsökunar: „Þetta var ósmekklegt hjá okkur“

Jón Viðar Arnþórsson, bardagaþjálfari og stofnandi ISR á Íslandi, hefur beðist afsökunar á birtingu myndbands sem hann og systir hans tóku upp til að auglýsa námskeið í áhættuleik.

Stundin fjallaði um málið í gær og ræddi við Jón Viðar, en mörgum var brugðið vegna myndbandsins þar sem gróft ofbeldi var sviðsett og sprellað með að það gæti hjálpað konu að grennast. 

„Ég vil biðjast afsökunar á þessu myndbandi, þetta var ósmekklegt hjá okkur. Mér þykir virkilega sárt og leiðinlegt að þetta hafi farið fyrir brjóstið á svona mörgum. Var aldrei markmiðið,“ skrifar Jón á Facebook. „Ég er ekki að gera lítið úr heimilsofbeldi og mun aldrei gera. Ég fyrirlít það eins og allt sem tengist ofbeldi, líkamlegu og andlegu. Ég berst gegn því alla daga og mun aldrei hætta því.“

Jón Viðar segist hafa kennt bardagaíþróttir og sjálfsvörn í 19 ár. Hann hafi það fyrir reglu að þjálfa ekki fólk sem beiti aðra ofbeldi. „Ég hef hiklaust rekið fólk úr Mjölni og ISR (á þriðja tug aðila) sem hafa beitt aðra ofbeldi. Það er eitthvað sem ég mun aldrei líða. Ég hef þjálfað á annað þúsund stelpur í sjálfsvörn, margar af þeim hafa lent í ofbeldi. Ég reyni ég að öllu mætti að gera þær sterkari og hjálpa þeim að díla við hræðslu og ef þær skildu lenda í átökum aftur hvernig best er að bregðast við.“

„Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt“

Hann segist auk þess hafa aðstoðað leikstjóra og kvikmyndaframleiðendur við að setja upp ofbeldisfull atriði. „Þau geta verið ljót og gróf. En það er bíó, ekki raunveruleiki. Þar snýst vinnan mín um að gera þau raunveruleg og að enginn slasist á tökustað. Enn og aftur, mér þykir þetta rosalega leiðinlegt að hafa gert þetta myndband, varað ekki við því og póstað því sem gríni á milli okkar systkinana á Stunt síðuna. Var hugsnurlaust í hamganginum hjá okkur. Fyrirgefið enn og aftur.“

Fjöldi fólks skrifar athugasemdir við færslu Jóns og sendir honum stuðningskveðjur. „Þú hefur sko gert okkur stelpurnar sterkar og sterkari en við vorum áður en við hófum þjálfun hjá þér og strákana líka,“ skrifar ung kona. „Ég get líka vottað að meiri virðingu fyrir konum er erfitt að finna í öðrum gynmum og öryggi og samheldni í hóp eins og við höfum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár