Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Transkona fékk gróf skilaboð eftir að hún notaði karlaklefann í sundi

Skaði Þórð­ar­dótt­ir tón­list­ar­kona seg­ir kvíða­vald­andi fyr­ir trans­fólk að fara í sund. Hún lýs­ir ein­mana­leika og út­skúf­un. Nú treyst­ir hún sér hvorki í karla- né kvenna­klef­ann eins og er, en seg­ist skilja ef gest­ir kvenna­klef­ans hafa áhyggj­ur.

Transkona fékk gróf skilaboð eftir að hún notaði karlaklefann í sundi

„Að vera transkona og fara í sund er eiginlega ekkert grín og í sannleika sagt bara smá kvíðavaldandi.“

Þetta skrifar Skaði Þórðardóttir tónlistarkona í pistli á Facebook í dag. Hún lýsir útskúfun og segist í dag hvorki treysta sér í karla- né kvennaklefann.

Skopmynd sem Morgunblaðið birti á dögunum hefur vakið mikla athygli, en þar er hæðst að nýsamþykktum lögum um kynrænt sjálfræði og birt mynd af karli sem virðist hafa svindlað sér inn í kvennaklefa með því að þykjast vera trans. „Það er nákvæmlega svona áróður sem elur á ótta gagnvart trans fólki og réttindum þeirra,“ skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir um myndina á Facebook.

Skaði Þórðardóttir bregst við umræðunni með frásögn af eigin reynslu. Hún segist njóta þess að hreyfa sig og segir að það megi kalla sig ræktarrottu. „Sund er mjög stór partur af minni æfingarútínu en í dag fer ég í lítinn hliðar klefa sem er ætlaður trans og hinum ýmsu jaðarhópum samfélagsins,“ skrifar hún. „Ég er búin að vera í hormónameðferð í rúm tvö ár og samhliða henni einnig háreyðingarmeðferð og hefur líkaminn minn breyst gríðarlega en ég er ennþá með typpi.“

Hún segir að það hafi aldrei komið til greina að hætta að fara í sund. „Ég skipti klefunum bara upp í typpaklefa og píkuklefa, og þar sem ég er með typpi þá fer ég í þann klefa þar til það breytist. Fyrir um 10 mánuðum síðan byrjaði ég að notast við sérklefann en það eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi, ég er kona og ég á ekkert heima í karlaklefanum. Einnig var það orðið frekar óþægilegt hvernig sumir gláptu á mig og var ég spurð einu sinni hvað ég væri að gera þarna megin þegar ég var að klæða mig úr.“

„Svo fylgdi einum skilaboðunum gróf og klámfengin lýsing á hvað hann langaði að gera“

Hún segir þann mann bara hafa verið forvitinn hvað dama væri að gera í karlaklefanum. En annað atvik hafi verið erfiðara. „Eftir að hafa svo fengið skilaboð á stefnumótaappi/síðu um hvað ég væri nú heit frá einhverjum sem hafði séð mig sturta mig í sundi þá fór það að verða frekar óþægilegt að fara í sund. Svo fylgdi einum skilaboðunum gróf og klámfengin lýsing á hvað hann langaði að gera. Þetta voru andlitslaus skilaboð. Eftir þessi skilaboð fór að verða mjög erfitt að fara í sund því ég gat ómögulega farið í karlaklefann án þess að vera einhvern veginn á varðbergi. En ég vil samt taka það fram að flestir í karlaklefanum hafa líklega ekkert pælt í mér eða kippt sér upp við mína veru þar.“

Hún segir sundlaugar ekki virka þannig að maður velja hvorn klefann maður fer í. „Ég skil það alveg vel að sumum konum fyndist mjög óþægilegt að fá konu sem er með typpi í kvennaklefann og í sannleika sagt myndi mér ekkert líða voða vel á typpinu mínu þar. En það er stundum frekar einmanalegt og svolítil útskúfun að þurfa að fara í sér klefa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár