Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Transkona fékk gróf skilaboð eftir að hún notaði karlaklefann í sundi

Skaði Þórð­ar­dótt­ir tón­list­ar­kona seg­ir kvíða­vald­andi fyr­ir trans­fólk að fara í sund. Hún lýs­ir ein­mana­leika og út­skúf­un. Nú treyst­ir hún sér hvorki í karla- né kvenna­klef­ann eins og er, en seg­ist skilja ef gest­ir kvenna­klef­ans hafa áhyggj­ur.

Transkona fékk gróf skilaboð eftir að hún notaði karlaklefann í sundi

„Að vera transkona og fara í sund er eiginlega ekkert grín og í sannleika sagt bara smá kvíðavaldandi.“

Þetta skrifar Skaði Þórðardóttir tónlistarkona í pistli á Facebook í dag. Hún lýsir útskúfun og segist í dag hvorki treysta sér í karla- né kvennaklefann.

Skopmynd sem Morgunblaðið birti á dögunum hefur vakið mikla athygli, en þar er hæðst að nýsamþykktum lögum um kynrænt sjálfræði og birt mynd af karli sem virðist hafa svindlað sér inn í kvennaklefa með því að þykjast vera trans. „Það er nákvæmlega svona áróður sem elur á ótta gagnvart trans fólki og réttindum þeirra,“ skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir um myndina á Facebook.

Skaði Þórðardóttir bregst við umræðunni með frásögn af eigin reynslu. Hún segist njóta þess að hreyfa sig og segir að það megi kalla sig ræktarrottu. „Sund er mjög stór partur af minni æfingarútínu en í dag fer ég í lítinn hliðar klefa sem er ætlaður trans og hinum ýmsu jaðarhópum samfélagsins,“ skrifar hún. „Ég er búin að vera í hormónameðferð í rúm tvö ár og samhliða henni einnig háreyðingarmeðferð og hefur líkaminn minn breyst gríðarlega en ég er ennþá með typpi.“

Hún segir að það hafi aldrei komið til greina að hætta að fara í sund. „Ég skipti klefunum bara upp í typpaklefa og píkuklefa, og þar sem ég er með typpi þá fer ég í þann klefa þar til það breytist. Fyrir um 10 mánuðum síðan byrjaði ég að notast við sérklefann en það eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi, ég er kona og ég á ekkert heima í karlaklefanum. Einnig var það orðið frekar óþægilegt hvernig sumir gláptu á mig og var ég spurð einu sinni hvað ég væri að gera þarna megin þegar ég var að klæða mig úr.“

„Svo fylgdi einum skilaboðunum gróf og klámfengin lýsing á hvað hann langaði að gera“

Hún segir þann mann bara hafa verið forvitinn hvað dama væri að gera í karlaklefanum. En annað atvik hafi verið erfiðara. „Eftir að hafa svo fengið skilaboð á stefnumótaappi/síðu um hvað ég væri nú heit frá einhverjum sem hafði séð mig sturta mig í sundi þá fór það að verða frekar óþægilegt að fara í sund. Svo fylgdi einum skilaboðunum gróf og klámfengin lýsing á hvað hann langaði að gera. Þetta voru andlitslaus skilaboð. Eftir þessi skilaboð fór að verða mjög erfitt að fara í sund því ég gat ómögulega farið í karlaklefann án þess að vera einhvern veginn á varðbergi. En ég vil samt taka það fram að flestir í karlaklefanum hafa líklega ekkert pælt í mér eða kippt sér upp við mína veru þar.“

Hún segir sundlaugar ekki virka þannig að maður velja hvorn klefann maður fer í. „Ég skil það alveg vel að sumum konum fyndist mjög óþægilegt að fá konu sem er með typpi í kvennaklefann og í sannleika sagt myndi mér ekkert líða voða vel á typpinu mínu þar. En það er stundum frekar einmanalegt og svolítil útskúfun að þurfa að fara í sér klefa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár