Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Biðla til umhverfisráðherra að kaupa Vigur

Eyj­an Vig­ur í Ísa­fjarð­ar­djúpi hef­ur ver­ið á sölu í rúmt ár. Bæj­ar­ráð Ísa­fjarð­ar þrýst­ir á stjórn­völd að kaupa eyj­una, en kauptil­boð grísks manns var dreg­ið til baka.

Biðla til umhverfisráðherra að kaupa Vigur

Bæjarráð Ísafjarðar kallar eftir afstöðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, og ríkisstjórnarinnar til fyrirhugaðrar sölu á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Grískur maður dróg nýlega kauptilboð sitt til baka, en eyjan hefur verið á söluskrá í rúmt ár.

Fjallað var um fyrirhugaða sölu á fundi bæjarráðs á mánudag og áskorunin samþykkt. „Bæjarráð undirstrikar vilja sinn til þess að ríkið kaupi Vigur og lýsi eftir afstöðu umhverfisráðherra við fyrri áskorun Ísafjarðarbæjar á umhverfisráðherra og ríkisstjórn Íslands um að kaupa eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi,“ segir í fundargerð.

Salvar Baldursson, bóndi í Vigur, sagði á dögunum við BB.is að mörg kauptilboð hafi borist í eyjuna, en þeim hafi öllum verið hafnað. Kauptilboð gríska mannsins var hins vegar dregið til baka, meðal annars vegna reglna um sóttkví fyrir hunda þegar ferðast er inn og út úr landi, að sögn Davíðs Ólafssonar fasteignasala.

Ásett verð er 330 milljónir króna fyrir eyjuna í heild sinni fyrir utan minjar í eigu Þjóðminjasafnsins og sumarbústað í eigu ættingja. Í eyjuna koma um 10 þúsund manns á ári, en ferðamannatímabilið er frá lok maí fram í byrjun september. Daglegar skoðunarferðir eru í boði á sumrin. Um 30 þúsund lundapör verpa í eyjunni og er fuglalíf mikið, auk þess sem selir dvelja á skerjum allt árið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár