Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Biðla til umhverfisráðherra að kaupa Vigur

Eyj­an Vig­ur í Ísa­fjarð­ar­djúpi hef­ur ver­ið á sölu í rúmt ár. Bæj­ar­ráð Ísa­fjarð­ar þrýst­ir á stjórn­völd að kaupa eyj­una, en kauptil­boð grísks manns var dreg­ið til baka.

Biðla til umhverfisráðherra að kaupa Vigur

Bæjarráð Ísafjarðar kallar eftir afstöðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, og ríkisstjórnarinnar til fyrirhugaðrar sölu á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Grískur maður dróg nýlega kauptilboð sitt til baka, en eyjan hefur verið á söluskrá í rúmt ár.

Fjallað var um fyrirhugaða sölu á fundi bæjarráðs á mánudag og áskorunin samþykkt. „Bæjarráð undirstrikar vilja sinn til þess að ríkið kaupi Vigur og lýsi eftir afstöðu umhverfisráðherra við fyrri áskorun Ísafjarðarbæjar á umhverfisráðherra og ríkisstjórn Íslands um að kaupa eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi,“ segir í fundargerð.

Salvar Baldursson, bóndi í Vigur, sagði á dögunum við BB.is að mörg kauptilboð hafi borist í eyjuna, en þeim hafi öllum verið hafnað. Kauptilboð gríska mannsins var hins vegar dregið til baka, meðal annars vegna reglna um sóttkví fyrir hunda þegar ferðast er inn og út úr landi, að sögn Davíðs Ólafssonar fasteignasala.

Ásett verð er 330 milljónir króna fyrir eyjuna í heild sinni fyrir utan minjar í eigu Þjóðminjasafnsins og sumarbústað í eigu ættingja. Í eyjuna koma um 10 þúsund manns á ári, en ferðamannatímabilið er frá lok maí fram í byrjun september. Daglegar skoðunarferðir eru í boði á sumrin. Um 30 þúsund lundapör verpa í eyjunni og er fuglalíf mikið, auk þess sem selir dvelja á skerjum allt árið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár