Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Biðla til umhverfisráðherra að kaupa Vigur

Eyj­an Vig­ur í Ísa­fjarð­ar­djúpi hef­ur ver­ið á sölu í rúmt ár. Bæj­ar­ráð Ísa­fjarð­ar þrýst­ir á stjórn­völd að kaupa eyj­una, en kauptil­boð grísks manns var dreg­ið til baka.

Biðla til umhverfisráðherra að kaupa Vigur

Bæjarráð Ísafjarðar kallar eftir afstöðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, og ríkisstjórnarinnar til fyrirhugaðrar sölu á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Grískur maður dróg nýlega kauptilboð sitt til baka, en eyjan hefur verið á söluskrá í rúmt ár.

Fjallað var um fyrirhugaða sölu á fundi bæjarráðs á mánudag og áskorunin samþykkt. „Bæjarráð undirstrikar vilja sinn til þess að ríkið kaupi Vigur og lýsi eftir afstöðu umhverfisráðherra við fyrri áskorun Ísafjarðarbæjar á umhverfisráðherra og ríkisstjórn Íslands um að kaupa eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi,“ segir í fundargerð.

Salvar Baldursson, bóndi í Vigur, sagði á dögunum við BB.is að mörg kauptilboð hafi borist í eyjuna, en þeim hafi öllum verið hafnað. Kauptilboð gríska mannsins var hins vegar dregið til baka, meðal annars vegna reglna um sóttkví fyrir hunda þegar ferðast er inn og út úr landi, að sögn Davíðs Ólafssonar fasteignasala.

Ásett verð er 330 milljónir króna fyrir eyjuna í heild sinni fyrir utan minjar í eigu Þjóðminjasafnsins og sumarbústað í eigu ættingja. Í eyjuna koma um 10 þúsund manns á ári, en ferðamannatímabilið er frá lok maí fram í byrjun september. Daglegar skoðunarferðir eru í boði á sumrin. Um 30 þúsund lundapör verpa í eyjunni og er fuglalíf mikið, auk þess sem selir dvelja á skerjum allt árið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár