Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Nauð­ung­ar­upp­boð á fjór­um eign­um Björns Inga Hrafns­son­ar, rit­stjóra Vilj­ans, hafa ver­ið aug­lýst. Fjár­nám var gert að beiðni Rík­is­skatt­stjóra vegna tæp­lega 8 millj­óna króna skuld­ar.

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Ríkisskattstjóri krafði Björn Inga Hrafnsson ritstjóra Viljans um tæpar 8 milljónir króna samkvæmt gerðarbók fjárnáms hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 12. júní síðastliðinn. Gert var fjárnám í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði.

Nauðungaruppboð á eignunum fjórum hefur verið auglýst 22. ágúst hjá sýslumannsembættinu á Vesturlandi, en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Gerðarbeiðendur eru auk sýslumannsembættisins, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands.

Kröfurnar nema alls 40 milljónum króna, um tíu milljónir króna í hverja af eignum Björns Inga. Foreldrar hans seldu honum Másstaði 2, auk fasteigna við Másstaði 3, 4 og 5 í apríl 2015. Umsamið kaupverð voru 95,2 milljónir króna og greiddist það með yfirtöku áhvílandi skulda, greiðslum og búseturétti foreldranna. Greiða foreldrarnir 200 þúsund krónur í mánaðarlega leigu sem ráðstafast til greiðslu hluta kaupverðsins sem nemur um 25 milljónum króna.

Skattrannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot Björns Inga lauk í febrúar og taldi skattrannsóknarstjóri ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Lögmaður Björns Inga sagði liggja í augum uppi að farið yrði í mál við ríkið og bóta krafist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár