Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Nauð­ung­ar­upp­boð á fjór­um eign­um Björns Inga Hrafns­son­ar, rit­stjóra Vilj­ans, hafa ver­ið aug­lýst. Fjár­nám var gert að beiðni Rík­is­skatt­stjóra vegna tæp­lega 8 millj­óna króna skuld­ar.

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Ríkisskattstjóri krafði Björn Inga Hrafnsson ritstjóra Viljans um tæpar 8 milljónir króna samkvæmt gerðarbók fjárnáms hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 12. júní síðastliðinn. Gert var fjárnám í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði.

Nauðungaruppboð á eignunum fjórum hefur verið auglýst 22. ágúst hjá sýslumannsembættinu á Vesturlandi, en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Gerðarbeiðendur eru auk sýslumannsembættisins, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands.

Kröfurnar nema alls 40 milljónum króna, um tíu milljónir króna í hverja af eignum Björns Inga. Foreldrar hans seldu honum Másstaði 2, auk fasteigna við Másstaði 3, 4 og 5 í apríl 2015. Umsamið kaupverð voru 95,2 milljónir króna og greiddist það með yfirtöku áhvílandi skulda, greiðslum og búseturétti foreldranna. Greiða foreldrarnir 200 þúsund krónur í mánaðarlega leigu sem ráðstafast til greiðslu hluta kaupverðsins sem nemur um 25 milljónum króna.

Skattrannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot Björns Inga lauk í febrúar og taldi skattrannsóknarstjóri ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Lögmaður Björns Inga sagði liggja í augum uppi að farið yrði í mál við ríkið og bóta krafist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár