Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Nauð­ung­ar­upp­boð á fjór­um eign­um Björns Inga Hrafns­son­ar, rit­stjóra Vilj­ans, hafa ver­ið aug­lýst. Fjár­nám var gert að beiðni Rík­is­skatt­stjóra vegna tæp­lega 8 millj­óna króna skuld­ar.

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Ríkisskattstjóri krafði Björn Inga Hrafnsson ritstjóra Viljans um tæpar 8 milljónir króna samkvæmt gerðarbók fjárnáms hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 12. júní síðastliðinn. Gert var fjárnám í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði.

Nauðungaruppboð á eignunum fjórum hefur verið auglýst 22. ágúst hjá sýslumannsembættinu á Vesturlandi, en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Gerðarbeiðendur eru auk sýslumannsembættisins, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands.

Kröfurnar nema alls 40 milljónum króna, um tíu milljónir króna í hverja af eignum Björns Inga. Foreldrar hans seldu honum Másstaði 2, auk fasteigna við Másstaði 3, 4 og 5 í apríl 2015. Umsamið kaupverð voru 95,2 milljónir króna og greiddist það með yfirtöku áhvílandi skulda, greiðslum og búseturétti foreldranna. Greiða foreldrarnir 200 þúsund krónur í mánaðarlega leigu sem ráðstafast til greiðslu hluta kaupverðsins sem nemur um 25 milljónum króna.

Skattrannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot Björns Inga lauk í febrúar og taldi skattrannsóknarstjóri ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Lögmaður Björns Inga sagði liggja í augum uppi að farið yrði í mál við ríkið og bóta krafist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár