Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, seg­ir við­skipta­hags­mun­um stefnt í hættu með gagn­rýni á mann­rétt­inda­brot í Fil­ipps­eyj­um. Rodrigo Duterte for­seti sé „mjög vin­sæll í heima­land­inu“.

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

„Það yrði óneitanlega skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við okkur.“ Þetta skrifar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Tilefni skrifa hans eru hótanir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna ályktunar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðið lýsti formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Ísland hafði forystu um málið.

Birgir hefur gagnrýnt framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í málefnum Filippseyja. „Það er ekki gott fyrir litla þjóð eins og Ísland á alþjóðavettvangi,“ skrifar Birgir. „Óvissa myndi ríkja um ferðir Íslendinga til Filippseyja og áhrif á samfélag Filippseyinga á Íslandi. Auk þess væri margvíslegum viðskiptahagsmunum stefnt í hættu svo sem á sviði jarðhita en á Filippseyjum eru ein mestu jarðhitasvæði heims.“

Segir Birgir framgöngu Íslands byggja á veikum grunni og að gagnrýni ætti frekar að koma áleiðis í einkasamtölum. „Ráðamenn á Filippseyjum hafa brugðist harkalega við þessari framgöngu Íslands eins og áður segir og hefur nýsamþykkt lög á Íslandi um þungunarrof meðal annars borið á góma í þeirri umræðu og hefur þingforseti Filippseyja sagt nýju þungunarrofslögin vera mannréttindabrot.“

Birgir hefur sjálfur sagt þungunarrofslögin stangast á við kristin gildi. Þá segir hann upplýsingar um mannréttindabrot á Filippseyjum vera misvísandi. „Auk þess gat ég þess að forseti Filippseyja væri mjög vinsæll í heimalandinu, en 80% landsmanna styðja hann í baráttunni gegn glæpagengjum fíkniefnanna þar í landi.“

Samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt Duterte fyrir fangelsun pólitískra andstæðinga, aðför að blaðamönnum og aftökur án dóms og laga í tengslum við fíkniefnastríðið. Hafa tugir þúsunda látist í aðgerðum lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár