Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, seg­ir við­skipta­hags­mun­um stefnt í hættu með gagn­rýni á mann­rétt­inda­brot í Fil­ipps­eyj­um. Rodrigo Duterte for­seti sé „mjög vin­sæll í heima­land­inu“.

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

„Það yrði óneitanlega skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við okkur.“ Þetta skrifar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Tilefni skrifa hans eru hótanir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna ályktunar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðið lýsti formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Ísland hafði forystu um málið.

Birgir hefur gagnrýnt framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í málefnum Filippseyja. „Það er ekki gott fyrir litla þjóð eins og Ísland á alþjóðavettvangi,“ skrifar Birgir. „Óvissa myndi ríkja um ferðir Íslendinga til Filippseyja og áhrif á samfélag Filippseyinga á Íslandi. Auk þess væri margvíslegum viðskiptahagsmunum stefnt í hættu svo sem á sviði jarðhita en á Filippseyjum eru ein mestu jarðhitasvæði heims.“

Segir Birgir framgöngu Íslands byggja á veikum grunni og að gagnrýni ætti frekar að koma áleiðis í einkasamtölum. „Ráðamenn á Filippseyjum hafa brugðist harkalega við þessari framgöngu Íslands eins og áður segir og hefur nýsamþykkt lög á Íslandi um þungunarrof meðal annars borið á góma í þeirri umræðu og hefur þingforseti Filippseyja sagt nýju þungunarrofslögin vera mannréttindabrot.“

Birgir hefur sjálfur sagt þungunarrofslögin stangast á við kristin gildi. Þá segir hann upplýsingar um mannréttindabrot á Filippseyjum vera misvísandi. „Auk þess gat ég þess að forseti Filippseyja væri mjög vinsæll í heimalandinu, en 80% landsmanna styðja hann í baráttunni gegn glæpagengjum fíkniefnanna þar í landi.“

Samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt Duterte fyrir fangelsun pólitískra andstæðinga, aðför að blaðamönnum og aftökur án dóms og laga í tengslum við fíkniefnastríðið. Hafa tugir þúsunda látist í aðgerðum lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár