Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, seg­ir við­skipta­hags­mun­um stefnt í hættu með gagn­rýni á mann­rétt­inda­brot í Fil­ipps­eyj­um. Rodrigo Duterte for­seti sé „mjög vin­sæll í heima­land­inu“.

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

„Það yrði óneitanlega skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við okkur.“ Þetta skrifar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Tilefni skrifa hans eru hótanir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna ályktunar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðið lýsti formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Ísland hafði forystu um málið.

Birgir hefur gagnrýnt framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í málefnum Filippseyja. „Það er ekki gott fyrir litla þjóð eins og Ísland á alþjóðavettvangi,“ skrifar Birgir. „Óvissa myndi ríkja um ferðir Íslendinga til Filippseyja og áhrif á samfélag Filippseyinga á Íslandi. Auk þess væri margvíslegum viðskiptahagsmunum stefnt í hættu svo sem á sviði jarðhita en á Filippseyjum eru ein mestu jarðhitasvæði heims.“

Segir Birgir framgöngu Íslands byggja á veikum grunni og að gagnrýni ætti frekar að koma áleiðis í einkasamtölum. „Ráðamenn á Filippseyjum hafa brugðist harkalega við þessari framgöngu Íslands eins og áður segir og hefur nýsamþykkt lög á Íslandi um þungunarrof meðal annars borið á góma í þeirri umræðu og hefur þingforseti Filippseyja sagt nýju þungunarrofslögin vera mannréttindabrot.“

Birgir hefur sjálfur sagt þungunarrofslögin stangast á við kristin gildi. Þá segir hann upplýsingar um mannréttindabrot á Filippseyjum vera misvísandi. „Auk þess gat ég þess að forseti Filippseyja væri mjög vinsæll í heimalandinu, en 80% landsmanna styðja hann í baráttunni gegn glæpagengjum fíkniefnanna þar í landi.“

Samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt Duterte fyrir fangelsun pólitískra andstæðinga, aðför að blaðamönnum og aftökur án dóms og laga í tengslum við fíkniefnastríðið. Hafa tugir þúsunda látist í aðgerðum lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár