Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, seg­ir við­skipta­hags­mun­um stefnt í hættu með gagn­rýni á mann­rétt­inda­brot í Fil­ipps­eyj­um. Rodrigo Duterte for­seti sé „mjög vin­sæll í heima­land­inu“.

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

„Það yrði óneitanlega skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við okkur.“ Þetta skrifar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Tilefni skrifa hans eru hótanir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna ályktunar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðið lýsti formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Ísland hafði forystu um málið.

Birgir hefur gagnrýnt framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í málefnum Filippseyja. „Það er ekki gott fyrir litla þjóð eins og Ísland á alþjóðavettvangi,“ skrifar Birgir. „Óvissa myndi ríkja um ferðir Íslendinga til Filippseyja og áhrif á samfélag Filippseyinga á Íslandi. Auk þess væri margvíslegum viðskiptahagsmunum stefnt í hættu svo sem á sviði jarðhita en á Filippseyjum eru ein mestu jarðhitasvæði heims.“

Segir Birgir framgöngu Íslands byggja á veikum grunni og að gagnrýni ætti frekar að koma áleiðis í einkasamtölum. „Ráðamenn á Filippseyjum hafa brugðist harkalega við þessari framgöngu Íslands eins og áður segir og hefur nýsamþykkt lög á Íslandi um þungunarrof meðal annars borið á góma í þeirri umræðu og hefur þingforseti Filippseyja sagt nýju þungunarrofslögin vera mannréttindabrot.“

Birgir hefur sjálfur sagt þungunarrofslögin stangast á við kristin gildi. Þá segir hann upplýsingar um mannréttindabrot á Filippseyjum vera misvísandi. „Auk þess gat ég þess að forseti Filippseyja væri mjög vinsæll í heimalandinu, en 80% landsmanna styðja hann í baráttunni gegn glæpagengjum fíkniefnanna þar í landi.“

Samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt Duterte fyrir fangelsun pólitískra andstæðinga, aðför að blaðamönnum og aftökur án dóms og laga í tengslum við fíkniefnastríðið. Hafa tugir þúsunda látist í aðgerðum lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár