Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmaður Miðflokksins ver Duterte og segir hann fórnarlamb „falsfrétta“

„Þetta er eins og mað­ur sé stadd­ur í ein­hverju leik­riti herra for­seti,“ sagði Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé sem mis­bauð mál­flutn­ing­ur Birg­is Þór­ar­ins­son­ar til varn­ar fil­ipp­eysk­um stjórn­völd­um.

Þingmaður Miðflokksins ver Duterte og segir hann fórnarlamb „falsfrétta“
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins Mynd: Miðflokkurinn

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er óánægður með að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi gagnrýnt stjórnvöld á Filippseyjum fyrir mannréttindabrot á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Í ræðu sem Birgir flutti á Alþingi í gær fagnaði hann þeim árangri sem ríkisstjórn Rodrigo Duterte hefði náð í stríði sínu gegn fíkniefnum og glæpahringjum.„Árangurinn af aðgerðum stjórnvalda er mikill og í flestum borgum landsins hefur glæpatíðni minnkað á bilinu 40 til 70 prósent,“ sagði hann.

Samkvæmt ársskýrslu Human Rights Watch hafa þúsundir verið drepnar í herferð Duterte gegn glæpahringjum síðan forsetinn tók við embætti í júní 2016. Sjálfur hefur forsetinn viðurkennt að hafa staðið að aftökum án dóms og laga. Þá hefur hann hvatt landsmenn til að drepa eiturlyfjafíkla og líkt sjálfum sér við Adolf Hitler.

Birgir Þórarinsson segir hins vegar að umræðan um ástandið á Filippseyjum sé lituð af „falsfréttum“. „Málið snýst um stríð gegn eiturlyfjum þar í landi og hafa stjórnvöld verið sökuð um dráp á borgurum án dóms og laga. Ekki er þó allt sem sýnist í þessum og mikið af falsfréttum hefur verið dreift sem eru fjármagnaðar af eiturlyfjahringjum á Filippseyjum og settar fram í þeim tilgangi að sverta stjórnvöld,“ sagði Birgir í ræðu sinni í gær.

Vill að eiturlyfjafíklar deyiÁtak Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjum og glæpum snýst að miklu leyti um að murka lífið úr eiturlyfjafíklum og eiturlyfjasölum. Hann hefur líkt sjálfum sér við Hitler.

„Fjölmargir lögreglumenn hafa verið drepnir í þessum aðgerðum á Filippseyjum, en þær hafa hins vegar skilað verulegum árangri þar í landi og hófst þessi aðgerð fyrir þremur árum. Glæpatíðni á Filippseyjum var há og má segja að landið hafi verið þjakað af eiturlyfjagengum.“ Sagði þingmaðurinn að nú loksins væri staðan orðin þannig að almennir borgarar gætu gengið óhultir um götur Filippseyja að kvöldlagi. 

„Forsetinn á Filippseyjum nýtur mikils stuðnings meðal landsmanna og almenningur á Filippseyjum stendur fyllilega við bakið á forsetanum í þessu stríði. Ég tel að í þessu máli hefðum við átt að stíga varlegar til jarðar í mannréttindaráðinu.“

Blöskraði málflutningurinn**Kolbeinn Proppé**, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Birgi Þórarinsson harðlega.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, veitti andsvar og gagnrýndi Birgi harðlega fyrir málflutninginn.

„Er það, forseti, skoðun háttvirts þingmanns að stofnanir eins og Amnesty International, sem talar um grun um þúsundir ólöglegra aftaka eða drápa af hendi lögreglu á Fillipseyjum, að þetta byggi allt á misskilningi og falsfréttum? Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja við svona málflutningi. Ég er of kurteis maður til að segja það sem ég hefði helst viljað segja hér í pontu,“ sagði hann. 

„Ég er of kurteis maður til að segja það sem
ég hefði helst viljað segja hér í pontu“

Kolbeinn rakti að samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Filippseyjum hefðu 4948 grunaðir eiturlyfjanotendur og eiturlyfjasalar dáið frá 1. júlí 2016 til 30. september 2018 í stríðinu gegn eiturlyfjum. „Alþjóðaglæpadómstóllinn tilkynnir að hann ætli að hefja forrannsókn á þessu – getur verið ef tæplega 5000 manns eru drepnir á þessum tíma í baráttunni gegn eiturlyfjum að eitthvað sé ekki í lagi? – í febrúar 2018. Mánuði síðar tilkynnir forseti Filippseyja að hann ætli að draga landið úr Alþjóðaglæpadómstólnum. Og hér stendur háttvirtur þingmaður, í forréttindastöðu sinni uppi á Íslandi og kallar þessar hörmungar falsfréttir. Mér er misboðið forseti.“

Birgir sagði málið ekki jafn einfalt og það liti út fyrir að vera. Sjálfur hefði hann rætt við samfélag Filippseyinga á Íslandi sem hefði frætt hann um stöðu mála. „Það fer tvennum sögum í þessum efnum og það er staðreynd að það hefur verið dreift heilmikið af falsfréttum hvað varðar stöðu mála og þá sérstaklega þessar svokölluðu aftökur án dóms og laga,“ sagði Birgir. Kolbeinn sagði málflutninginn óboðlegan. „Þetta er eins og maður sé staddur í einhverju leikriti herra forseti.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
5
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
6
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár