Kristallað metamfetamín, eða „crystal meth“, er boðið til sölu í leynilegum hópi á samfélagsmiðlum. Sala og neysla á vímuefninu hefur aukist undanfarin ár á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Metamfetamín hefur öðru hverju komið inn á borð lögreglunnar, en kristallaða útgáfan er tiltölulega sjaldgæf á Íslandi. Efnið hefur verið selt í duftformi og líkist amfetamíni eða spítti. Sé efnið í formi lítilla kristalla er efnið sterkara og neysluskammtarnir minni. Það er því almennt selt í 0,1 gramms skömmtum, en duftið í 1 grammi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að það sem af er ári hafi metamfetamín verið haldlagt oftar en tuttugu sinnum.
Efnið er boðið til sölu á 10 þúsund krónur fyrir 0,1 gramm í leynihópi á samfélagsmiðlum þar sem vímuefni ganga kaupum og sölum. Efnið er ódýrara í meira magni og einnig er boðið upp á „góða heildsöludíla“. Til auglýsingar er efnið sagt vera „Walter White type of …
Athugasemdir