Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Tveir Sjálf­stæð­is­menn segja að mann­orðs­morð hafi ver­ið fram­ið á Ásmundi Frið­riks­syni með um­fjöll­un um akst­urs­kostn­að hans. Hann seg­ist snort­inn yf­ir stuðn­ingn­um.

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Tveir Sjálfstæðismenn sögðu „ákveðna fjölmiðla með hrakmáluga í broddi fylkingar“ hafa staðið að pólitískri aðför að mannorði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í gær. Ásmundur segist óendanlega þakklátur mönnunum fyrir „ómetanlegan stuðning og uppörfun“.

Greinina skrifuðu Viðar Guðjohnsen og Ólafur Hannesson og ber hún titilinn „Gjör rétt, þol ei órétt“. Í henni skrifa þeir að settar hafi verið fram tilhæfulausar ásakanir, dylgjur og lygar í umfjöllun fjölmiðla um aksturskostnað Ásmundar. „Allir sem hafa einhverja sómakennd í brjósti sér hljóta að mótmæla því sem þingmaðurinn hefur þurft að þola.“

Í greininni segja þeir að fólk ætti að sjá að sér og biðja Ásmund afsökunar. „Því miður eru slík mannorðsmorð ekki einsdæmi og ástæðan er einföld,“ skrifa Viðar og Ólafur. „Stjórnmálamenn með sjálfstæðan vilja eru orðnir að pólitískum skotspónum umrótsafla sem veigra sér ekki við að ala á höfuðsyndum Biblíunnar með lygum, útúrsnúning og dylgjum í hugmyndafræðilegu stríði sínu.“

Ásmundur fékk 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl þrátt fyrir að reglur um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl og siðareglur leggi þá skyldu á herðar þingmönnum að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur um þingfararkostnað. Sjálfur hefur Ásmundur viðurkennt að hluti af endurgreiðslunum hafi „orkað tvímælis“ og endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk vegna ferða um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Í færslu á Facebook í gær sagði Ásmundur að greinin hefði snert við honum og konu hans. „Greinin kom okkur skemmtilega á óvart en hugarfar greinahöfunda kemur mér ekki á óvart,“ skrifaði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár