Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

Að­il­ar sem segj­ast tengd­ir samn­or­ræn­um nýnas­ista­sam­tök­um dreifðu áróð­urs­límmið­um í Mos­fells­bæ.

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
Nasistar hafa fært sig upp á skaftið víða um heim undanfarin ár. Þessi mynd er tekin í Charlottesville í Bandaríkjunum. Mynd: Shutterstock

Aðilar sem segjast vera hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, samnorrænu bandalagi nýnasista, hafa dreift límmiðum á ruslatunnur og á skólalóðir í Mosfellsbæ. Fyrir ári síðan var sams konar áróðri dreift í Hlíðahverfinu í Reykjavík. 

Á vefsíðu hreyfingarinnar kemur fram að hún aðhyllist „þjóðernisfélagshyggju“ og þann 27. maí síðastliðinn birtist færsla birt á vefnum þar sem lagt er út orðum Adolfs Hitlers: „Það sem við verðum að berjast fyrir, er að vernda tilveru og fjölgun kynþáttar okkar og þjóðar, við verðum að berjast fyrir afkomu barna okkar og hreinleika blóðs okkar, fyrir frelsi og sjálfstæði föðurlandsins, svo að okkar fólk geti þroskast til að uppfylla verkefnið sem að því hefur verið úthlutað af skapara alheimsins. Hver einasta hugsun og hver einasta hugmynd, hver kenning og öll þekking, verða að þjóna aðeins þessum tilgangi. Og allt verður að meta einungis út frá þessu sjónarhorni og nota eða hafna eftir gagnsemi þess.“ 

Hreyfingin hefur verið bönnuð í Finnlandi vegna hvatningar til ofbeldis og hatursorðræðu og í Svíþjóð hafa þrír menn sem tengjast samtökunum verið dæmdir í fangelsi fyrir sprengjuárás í Gautaborg.  

Límmiðar í Mosfellsbæ

Thomas Brorsen Smidt, íbúi í Mosfellsbæ tilkynnti um límmiða með færslu á Facebook-síðu íbúa í Mosfellsbæ í morgun:

Áróður á vegum nýnasista samtakaStrikað hefur verið yfir nafn samtakana á myndinni þar sem Thomas vill ekki auglýsa heimasíðu hreyfingarinnar.

Fleiri íbúar Mosfellsbæjar segjast hafa tekið eftir slíkum áróðri í bænum. „Við konan fundum svona á öllum körfuboltakörfunum í Varmárskóla í vor,“ segir einn þeirra. Annar segist hafa rifið 10 til 15 nasistalímmiða niður af ljósastaurum í hjólatúr um Leirvogstunguna um daginn. 

Árás í Breiðholti

Í byrjun vikunnar bárust fréttir af því að ráðist hefði verið á múslima í Breiðholti, hvæst og hrækt á þá, og er atvikið nú til rannsóknar hjá lögreglu. Í kjölfarið birtust fjöldinn allur af rasískum ummælum víðsvegar á Facebook þar sem ódæðin voru réttlætt. 

 „Meiri hluti Íslendinga kærir sig ekki um íslamska menningu. Þeir hafa fullan rétt á því og þeir hafa fullan rétt á því að láta þá skoðun sína í ljós,“ sagði í Facebook-færslu Vakurs, samtaka þjóðernissinna sem reka áróður gegn innflytjendum og fjölmenningu og beita sér fyrir hertri innflytjendastefnu. Eins og Stundin greindi frá hefur umsjónarmaður síðunnar gengist við því að aðhyllast fasisma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár