Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Bald­vin Jóns­son gef­ur lít­ið fyr­ir frá­sagn­ir ónafn­greindra heim­ild­ar­manna og nafn­lausra pistla­höf­unda um að Bjarni Bene­dikts­son hygg­ist hætta í stjórn­mál­um.

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir umfjöllun fjölmiðla um að Bjarni ætli að hætta í stjórnmálum fráleita. Um sé að ræða dylgjur sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

„Nafnlaust fólk fjallar um að stjórnmálamaður sé að hætta störfum. Svo er reynt að ala á allskyns tortryggni í garð viðkomandi, allt meira og minna byggt á dylgjum sem ill mögulegt er að stöðva enda svomikið bull á ferðinni,“ skrifar Baldvin á Facebook. „Svo er efnt til skoðanakannanna þar sem spurt er hvort fólk telji að viðkomandi sé að hætta í stjórnmálum? Viðkomandi kannast ekki við það en samt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu Þjóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“

„Viðkomandi kannast ekki við það en samt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit“

Á meðal þeirra sem „læka“ færsluna er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og fleira áhrifafólk í flokknum. 

Vangaveltur um væntanlegt brotthvarf Bjarna Benediktssonar hafa meðal annars birst í nafnlausum skrifum á Hringbraut og frásögnum ónafngreindra heimildarmanna á Vísi.is.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár