Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir umfjöllun fjölmiðla um að Bjarni ætli að hætta í stjórnmálum fráleita. Um sé að ræða dylgjur sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.
„Nafnlaust fólk fjallar um að stjórnmálamaður sé að hætta störfum. Svo er reynt að ala á allskyns tortryggni í garð viðkomandi, allt meira og minna byggt á dylgjum sem ill mögulegt er að stöðva enda svomikið bull á ferðinni,“ skrifar Baldvin á Facebook. „Svo er efnt til skoðanakannanna þar sem spurt er hvort fólk telji að viðkomandi sé að hætta í stjórnmálum? Viðkomandi kannast ekki við það en samt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu Þjóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“
„Viðkomandi kannast ekki við það en samt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit“
Á meðal þeirra sem „læka“ færsluna er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og fleira áhrifafólk í flokknum.
Vangaveltur um væntanlegt brotthvarf Bjarna Benediktssonar hafa meðal annars birst í nafnlausum skrifum á Hringbraut og frásögnum ónafngreindra heimildarmanna á Vísi.is.
Athugasemdir