Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hvæst og hrækt á múslima í Breiðholti: „Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar?“

Þór­unn Ólafs­dótt­ir seg­ir frá árás­inni sem nú er rann­sök­uð sem hat­urs­glæp­ur. „Kona veitt­ist að þeim, fyrst með ókvæð­isorð­um en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði til­raun­ir til að rífa í hijab kvenn­anna sem er þekkt að­ferð hat­urs­glæpa­manna til að nið­ur­lægja múslima.“

Hvæst og hrækt á múslima í Breiðholti: „Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar?“

„Fjölskyldan var á leið út úr versluninni þegar kona veittist að þeim, fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima.“

Þannig lýsir Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki á Íslandi og í Grikklandi, atvikum sem áttu sér stað við verslunarkjarna í Breiðholti í gær. 

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til skoðunar hvort framinn hafi verið hatursglæpur þegar ráðist var á þrjá innflytjendur. Maður Þórunnar, Kinan Kadoni, er af sýrlenskum uppruna og leituðu þolendurnir til hans eftir að hafa orðið fyrir árásinni.

Þórunn tjáir sig um málið á Facebook og segir frá því að fólkið hafi í fyrstu sjálft óskað aðstoðar lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á svæðið fyrr en eftir að hún hringdi. 

„Mér er enn algjörlega fyrirmunað að skilja hvers vegna lögreglan sá ekki ástæðu til að skipta sér af á meðan árásin stóð yfir. Ég var vissulega ekki á staðnum sjálf og því ekki með fullkomna yfirsýn yfir tímalínuna, en taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður?“ skrifar Þórunn. „Þótti ekki ástæða til að kanna málið og gera tilraun til að hafa uppi á árásarmanneskjunni? Voru engin vitni á vettvangi sem talið var mikilvægt að ná tali af? Hvað með sönnunargögn eins og upptökur úr öryggismyndavélum verslunarinnar?“

Þórunn bendir á að atburðurinn hafi átt sér stað um hábjartan dag í landi sem kennir sig við öryggi og friðsæld. „Ofbeldið sem árásarmanneskjan ákvað að beita er af grafalvarlegum toga og á hennar eigin ábyrgð, en því miður ekki hægt að líta á það sem einangrað tilvik. Samhengið er miklu, miklu stærra. Hatursorðræðu, rasisma og íslamófóbíu hefur vaxið fiskur um hrygg í samfélaginu okkar undanfarin misseri. Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð - stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögreglurannsókn

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Fréttir

Snapp­ari sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir af meintu sjálfs­vígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár