Fleiri einkaaðilar í samkeppni við Leggja um innheimtu stöðugjalda

Einka­fyr­ir­tæk­ið keypti Leggja-app­ið en mæl­um hef­ur fækk­að á sama tíma og fleiri greiða stöðu­gjöld með farsím­um. Bíla­stæða­sjóð­ur hef­ur ekki í hyggju að bjóða upp á eig­in app en á nú í við­ræð­um við fleiri einka­að­ila.

Fleiri einkaaðilar í samkeppni við Leggja um innheimtu stöðugjalda
Umferð í Reykjavík Bílastæðasjóður hyggst ekki bjóða upp á eigið app þrátt fyrir að mælum fækki. Mynd: Shutterstock

Upplýsingafyrirtækið Já hf. keypti Leggja-appið á 60 milljónir króna að því er ráða má af ársreikningum Leggja ehf. Appið gerir fólki mögulegt að greiða í stöðumæla í Reykjavík með símunum sínum. Bílastæðasjóður hefur ekki til skoðunar að hanna eigið app en á nú í samningaviðræðum við aðra einkaaðila sem gætu farið í samkeppni við Leggja.

Leggja-appið heldur eftir 2,5 prósentum af öllum stöðugjöldum sem innheimt eru fyrir Bílastæðasjóð til að mæta kostnaði. Notendur greiða auk þess mánaðargjald upp á 529 krónur eða 95 króna þjónustugjald fyrir hvert skipti sem bíl er lagt. Til að setja upphæðina í samhengi jafngildir þjónustugjaldið 50 prósenta álagi á stöðugjald sé bifreið lagt í einn klukkutíma á gjaldsvæðum P2, P3 eða P4 í Reykjavík.

Samningur hefur verið í gildi á milli Bílastæðasjóðs og Leggja með ýmsum skilmálum, en verið er að endurskoða hann um þessar mundir. Síðan appið kom til sögunnar hafa gömlu stöðumælarnir verið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár