Upplýsingafyrirtækið Já hf. keypti Leggja-appið á 60 milljónir króna að því er ráða má af ársreikningum Leggja ehf. Appið gerir fólki mögulegt að greiða í stöðumæla í Reykjavík með símunum sínum. Bílastæðasjóður hefur ekki til skoðunar að hanna eigið app en á nú í samningaviðræðum við aðra einkaaðila sem gætu farið í samkeppni við Leggja.
Leggja-appið heldur eftir 2,5 prósentum af öllum stöðugjöldum sem innheimt eru fyrir Bílastæðasjóð til að mæta kostnaði. Notendur greiða auk þess mánaðargjald upp á 529 krónur eða 95 króna þjónustugjald fyrir hvert skipti sem bíl er lagt. Til að setja upphæðina í samhengi jafngildir þjónustugjaldið 50 prósenta álagi á stöðugjald sé bifreið lagt í einn klukkutíma á gjaldsvæðum P2, P3 eða P4 í Reykjavík.
Samningur hefur verið í gildi á milli Bílastæðasjóðs og Leggja með ýmsum skilmálum, en verið er að endurskoða hann um þessar mundir. Síðan appið kom til sögunnar hafa gömlu stöðumælarnir verið …
Athugasemdir