Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Á­rétta að meint kyn­ferðis­brot er nú til lög­reglu­rann­sóknar

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Nú, fjór­um ár­um síð­ar er mál­ið til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á Suð­ur­landi eft­ir að brota­þoli fékk upp­lýs­ing­ar um „játn­ing­una“ og kærði mann­inn.

Á­rétta að meint kyn­ferðis­brot er nú til lög­reglu­rann­sóknar

Ríkissaksóknari vill árétta að embættið fól lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka meint kynferðisbrot sem Stundin hefur fjallað um þann 12. nóvember 2018 í kjölfar kæru brotaþola.

„Er þess óskað að Stundin komi þessum upplýsingum á framfæri,“ segir í tölvupósti sem embættið sendi Stundinni nú um hádegisleytið.

Stundin hefur þegar greint frá því að ríkissaksóknari hafi falið lögreglunni á Suðurlandi rannsókn málsins síðasta haust og að þar sé málið til meðferðar.

Frásögn meints geranda af verknaðinum kom fram í skýrslutöku fyrir meira en fjórum árum, þann 5. febrúar 2015. Viðurkenndi maðurinn, í yfirheyrslu vegna annars sakamáls, að hafa sett lim sinn í endaþarm 17 ára sofandi stúlku meðan hún svaf og tók fram að hann vissi að stúlkan, þá kærasta hans, væri mótfallin endaþarmsmökum.

Lögregla hóf ekki rannsókn, meint brot var ekki skráð í málaskrá, stúlkunni ekki skipaður réttargæslumaður og hún ekki látin vita af framburðinum.  Þannig fékk hún ekki vitneskju um „játninguna“ fyrr en löngu síðar – í fyrra þegar henni voru kynnt lögreglugögn um mál mannsins. Þá kærði hún og þá fyrst hófst rannsókn á meintri nauðgun.

Ríkissaksóknari telur að lögregla hafi farið rétt að þegar hún taldi framburð mannsins ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintu kynferðisbroti. Fram kemur í bréfi embættisins frá 11. júní 2019 að „ekki sé tilefni til að ætla annað en að fyllilega lögmæt sjónarmið hafi verið fyrir því að lögregla hafði ekki frumkvæði að því að hefja rannsókn á mögulegu kynferðisbroti“.

 „Í tilefni af ítrekaðri umfjöllun Stundarinnar um málsmeðferð lögreglu og ríkissaksóknara vegna meints kynferðisbrots [...] sér ríkissaksóknari ástæðu til að benda á að þann 12. nóvember 2018, í kjölfar kæru brotaþola, fól ríkissaksóknari lögreglunni á Suðurlandi rannsókn meints kynferðisbrots sem til umfjöllunar hefur verið í Stundinni,“ segir í tölvupósti frá ríkissaksóknara þar sem vísað er til fréttar af harðri gagnrýni Stígamóta á meðferð málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu