Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Á­rétta að meint kyn­ferðis­brot er nú til lög­reglu­rann­sóknar

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Nú, fjór­um ár­um síð­ar er mál­ið til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á Suð­ur­landi eft­ir að brota­þoli fékk upp­lýs­ing­ar um „játn­ing­una“ og kærði mann­inn.

Á­rétta að meint kyn­ferðis­brot er nú til lög­reglu­rann­sóknar

Ríkissaksóknari vill árétta að embættið fól lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka meint kynferðisbrot sem Stundin hefur fjallað um þann 12. nóvember 2018 í kjölfar kæru brotaþola.

„Er þess óskað að Stundin komi þessum upplýsingum á framfæri,“ segir í tölvupósti sem embættið sendi Stundinni nú um hádegisleytið.

Stundin hefur þegar greint frá því að ríkissaksóknari hafi falið lögreglunni á Suðurlandi rannsókn málsins síðasta haust og að þar sé málið til meðferðar.

Frásögn meints geranda af verknaðinum kom fram í skýrslutöku fyrir meira en fjórum árum, þann 5. febrúar 2015. Viðurkenndi maðurinn, í yfirheyrslu vegna annars sakamáls, að hafa sett lim sinn í endaþarm 17 ára sofandi stúlku meðan hún svaf og tók fram að hann vissi að stúlkan, þá kærasta hans, væri mótfallin endaþarmsmökum.

Lögregla hóf ekki rannsókn, meint brot var ekki skráð í málaskrá, stúlkunni ekki skipaður réttargæslumaður og hún ekki látin vita af framburðinum.  Þannig fékk hún ekki vitneskju um „játninguna“ fyrr en löngu síðar – í fyrra þegar henni voru kynnt lögreglugögn um mál mannsins. Þá kærði hún og þá fyrst hófst rannsókn á meintri nauðgun.

Ríkissaksóknari telur að lögregla hafi farið rétt að þegar hún taldi framburð mannsins ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintu kynferðisbroti. Fram kemur í bréfi embættisins frá 11. júní 2019 að „ekki sé tilefni til að ætla annað en að fyllilega lögmæt sjónarmið hafi verið fyrir því að lögregla hafði ekki frumkvæði að því að hefja rannsókn á mögulegu kynferðisbroti“.

 „Í tilefni af ítrekaðri umfjöllun Stundarinnar um málsmeðferð lögreglu og ríkissaksóknara vegna meints kynferðisbrots [...] sér ríkissaksóknari ástæðu til að benda á að þann 12. nóvember 2018, í kjölfar kæru brotaþola, fól ríkissaksóknari lögreglunni á Suðurlandi rannsókn meints kynferðisbrots sem til umfjöllunar hefur verið í Stundinni,“ segir í tölvupósti frá ríkissaksóknara þar sem vísað er til fréttar af harðri gagnrýni Stígamóta á meðferð málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár