Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Kannski sofa þau vært, vegna þess að þeim er alveg sama?“

Til stend­ur að vísa þriggja manna af­ganskri fjöl­skyldu úr landi í næstu viku. Hin 14 ára gamla Zainab seg­ist eiga bjarta fram­tíð á Ís­landi og vill verða lækn­ir eða kenn­ari. Hins veg­ar býst hún við að verða fyr­ir of­beldi verði hún flutt burt.

„Kannski sofa þau vært, vegna þess að þeim er alveg sama?“
Óttast um líf sitt í Grikklandi Zainab Safari segist fullviss um að lífi hennar verði ógnað í Grikklandi, á hana verði ráðist. Þá eigi þau, hún og fjölskylda hennar, sér enga framtíða þar, öfugt við hér á landi. Hún trúir ekki að ákvörðun um að vísa þeim úr landi verði látin standa. Mynd: Davíð Þór

„Ég vil ekki fara aftur til Grikklands vegna þess að það er ekki öruggt,“ segir hin fjórtán ára gamla Zainab, nemandi í Hagaskóla í Reykjavík, sem til stendur að senda úr landi.

Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þriggja manna afganskri fjölskyldu, einstæðri móður ásamt dóttur hennar og syni, úr landi og til Grikklands í næstu viku. Skólafélagar dótturinnar, Zainab Safari, hafa barist af hörku fyrir því að hún og fjölskylda hennar fái að dvelja áfram hér á landi með hjálp kennara í Hagaskóla og annarra fullorðinna. Þau hafa hvergi lagt árar í bát þó að síðustu tíðindi gefi ekki tilefni til bjartsýni. Zainab segist óttast að á hana verði ráðist og hún jafnvel drepin, enda hafi hún orðið vitni að slíku ofbeldi þegar hún dvaldi þar sem flóttamaður áður en hún kom hingað. Allt viðtalið við Zainab má lesa í nýjasta tölublaði Stundarinnar, sem kemur út 5. júlí.

Eftir að Zainab sagði vinkonu sinni um ákvörðunina um brottflutning úr landi, spurði vinkonan hvernig ráðamenn gætu sofið á nóttunni. „Kannski sofa þau bara vært, vegna þess að þeim er alveg sama?“ segir Zainab.

Stundin hefur rakið mál Safari-fjölskyldunnar, móðurinnar Shahnaz og barnanna Zainab og Amirs undanfarna mánuði. Íslensk stjórnvöld hafa í tvígang hafnað því að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar sökum þess að fjölskyldan hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi en þangað flúði fjölskyldan frá Írak í byrjun árs 2016. Alþjóðastofnanir og hjálparsamtök hafa lýst ömurlegum aðstæðum í yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi, skorti á heilbrigðisþjónustu, takmörkunum á menntun barna og almennt alvarlegum vanköntum á þjónustu við flóttafólk, enda Grikkland í efnahagslegri lægð á sama tíma og holskefla flóttafólks frá Mið-Austurlöndum og Afríku hefur skollið yfir landið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár