Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögreglumenn á netinu utan valdsviðs eftirlitsnefndar

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu tek­ur ekki á hátt­semi lög­reglu­manna á net­inu eða í störf­um þeirra fyr­ir Lands­sam­band lög­reglu­manna. Kvört­un vegna meintra njósna og áreit­is lög­reglu­manns á net­inu var vís­að frá.

Lögreglumenn á netinu utan valdsviðs eftirlitsnefndar
Lögreglan Hegðun lögreglumanna á netinu eða í félagsstörfum heyrir ekki undir eftirlitsnefnd. Mynd: Facebook

Valdsvið nefndar um eftirlit með lögreglu nær ekki til hátternis lögreglumanna á netinu eða í störfum þeirra fyrir Landssamband lögreglumanna. Þetta kemur fram í ákvörðun nefndarinnar síðasta haust vegna kvörtunar sem beindist gegn tveimur lögreglumönnum, en annar þeirra var Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Málið fór áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara og tók hvorugt embættið afstöðu til þess.

Eins og Stundin greindi nýverið frá óskaði Snorri eftir aðgangi að lokuðum Facebook-hópi kvenna til að fylgjast með umræðum þeirra og gera þær opinberar. Hópurinn er læstur og svara þarf spurningunni „Af hverju viltu gerast meðlimur?“ áður en stjórnendur hans taka afstöðu til umsóknarinnar. Snorri sótti um aðgang 22. júní síðastliðinn og svaraði spurningunni á þessa leið: „Af því að ég hef mikinn áhuga á að sjá og lesa og jafnframt gera opinbert það sem hér fer …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár