Valdsvið nefndar um eftirlit með lögreglu nær ekki til hátternis lögreglumanna á netinu eða í störfum þeirra fyrir Landssamband lögreglumanna. Þetta kemur fram í ákvörðun nefndarinnar síðasta haust vegna kvörtunar sem beindist gegn tveimur lögreglumönnum, en annar þeirra var Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Málið fór áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara og tók hvorugt embættið afstöðu til þess.
Eins og Stundin greindi nýverið frá óskaði Snorri eftir aðgangi að lokuðum Facebook-hópi kvenna til að fylgjast með umræðum þeirra og gera þær opinberar. Hópurinn er læstur og svara þarf spurningunni „Af hverju viltu gerast meðlimur?“ áður en stjórnendur hans taka afstöðu til umsóknarinnar. Snorri sótti um aðgang 22. júní síðastliðinn og svaraði spurningunni á þessa leið: „Af því að ég hef mikinn áhuga á að sjá og lesa og jafnframt gera opinbert það sem hér fer …
Athugasemdir