Eitt af því sem hefur haft töluverð áhrif á mitt líf og mín viðhorf er þegar ég brá mér í hlutverk Sofíu heimspekings hér á menningarnótt í miðbæ Reykjavíkurborgar.
Ég bauð fólki að koma inn í tjald í einkaviðtal við Sofíu, heimspeking frá Grikklandi. Það reyndist mun skemmtilegra en ég ímyndaði mér að það gæti orðið. Sérstaklega vegna þess að hópurinn sem valdist inn í tjald Sofíu var gríðarlega ólíkur og það var hrikalega mikið álag að ná til allra.
Þetta var kannski korter í mesta lagi með hverjum og einum. Alla þyrsti þá í að tala við heimspeking, allir voru fullir af spurningum og alla langaði að læra eitthvað nýtt, fá einhverja viðbót við sitt líf.
Það var svakalega gaman en brjálæðislega mikil áskorun. Á svona stuttum tíma átti ég, liggur við, að segja fólki hver tilgangur lífsins er og allir vildu mismunandi svar.
Það voru allir að …
Athugasemdir