Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

Tengsl eru á milli þess að ung­ling­ar að­hyll­ist tísku­strauma þar sem dýr­ar merkja­vör­ur eru í fyr­ir­rúmi og hlusti mik­ið á rapp, segja kenn­ar­ar, nem­end­ur og rapp­ar­ar. Dæmi eru um að ferm­ingar­pen­ing­ar séu nýtt­ir til að fjár­magna neysl­una en ís­lensk­ir rapp­ar­ar benda á að text­ar þeirra, þar sem merkja­vara er lof­söm­uð, séu und­ir áhrif­um banda­rískra rapp­ara sem nota merkja­vör­ur til að fjar­lægj­ast fá­tækra­hverf­in.

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
Úr myndbandinu Joey Cypher Jóhann Kristófer segir íslenska rappara vera á flottum bílum, með demantahálsmen og í flottum fötum.

Nemendur í grunnskóla kaupa meðal annars merkjavöru fyrir fermingarpeninginn. Dæmi eru um áttundu bekkinga í Hagaskóla sem keyptu Fendibelti fyrir fermingarpeninga, einhver í árganginum á Gucci-skólatösku en aðrir láta sig lítt varða þessa merkjavörutísku, sem fer eins og eldur um sinu um ganga skólans. 

Kennari í Hagaskóla og barnasálfræðingur segja augljóst hvaðan efnishyggja ungmennanna komi. „Þetta er rappið, það er augljóst. Hundrað prósent,“ segir Hildur Ásgeirsdóttir, kennari í áttunda bekk í Hagaskóla. 

Fermingarpeningarnir fóru í Fendi

„Ég ætla að þora að segja að í hundrað prósent tilfella eru krakkarnir sem klæða sig svona að hlusta á rapp, svo gott sem eingöngu. Í því sem þau hafa spilað fyrir mig eru rappararnir að rappa um Gucci og þá þykir það auðvitað mjög flott,“ segir Hildur. 

Hildur segir að í 200 manna árgangi áttunda bekkjar í Hagaskóla eigi þetta alls ekki við um alla, um sé að ræða ákveðnar týpur og vinahópa. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár