Kvikmyndin Yesterday sem nú er í sýningum gerist í hliðarveröld þar sem Bítlarnir voru aldrei til. Þetta leiðir svo aftur til þess að það eru engir Oasis og hvorki kók, sígarettur né Harry Potter. Þótt myndin sé fremur einfeldningsleg ástarsaga er hugmyndin áhugaverð og vel þess virði að skoða hana betur.
Vissulega má leiða líkum að því að án Bítlanna hefði hljómsveitin Oasis, sem sótti mjög í þeirra brunn, ekki orðið til eða í það minnsta orðið talsvert öðruvísi. Erfiðara er að sjá orsakasamhengið þegar kemur að kóki og sígarettum, bæði var jú til fyrir daga Bítlanna og þráðurinn til Harry Potter ekki alveg jafn skýr og sá sem liggur til Gallahager-bræðra. Helsti feill myndarinnar er þó sá að heimur án Bítlanna helst að mestu óbreyttur og meira að segja Ed Sheeran er samur við sig. Svo áhrifamiklir voru þeir þó að án þeirra hefði margt ef til vill farið …
Athugasemdir