Kostnaður hins opinbera vegna bótasvika bliknar í samanburði við umfang skattsvika samkvæmt mati eftirlitsstofnana og stjórnvalda.
Fram kemur í nýlegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi að samkvæmt nýjustu úttektinni sem unnin hefur verið fyrir stjórnvöld sé áætlað að ríki og sveitarfélög hafi orðið árlega af 80 milljarða tekjum vegna skattsvika á tímabilinu 2010 til 2013.
Í skýrslu starfshóps fjármálaráðuneytisins um skattaundanskot frá 2017 er bent á að ef miðað sé við að skattaundanskot árið 2016 hafi verið 4 prósent af landsframleiðslu þá hafi kostnaðurinn numið um 100 milljörðum króna. Ofan á þetta bætist undanskot í tengslum við aflandsfélög sem kunni að hafa verið að meðaltali um 6 milljarðar á ári undanfarinn áratug.
Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu árið 2013 þar sem áætlað var að bótasvik á Íslandi næmu 2 til 3,4 milljörðum á ári. Síðar var bent á alvarlega annmarka á greiningunni og viðurkenndi Ríkisendurskoðun að hafa gert mistök í framsetningu. Útreikningarnir byggðu á tölum frá Danmörku, einkum skoðanakönnun þar sem
Athugasemdir