
Í þessari bók Óttars er að finna frásagnir sjómanna sem börðust fyrir lífi sínu í Ísafjarðardjúpi í febrúar árið 1968. Þungamiðja frásagnarinnar er reynsla breska stýrimannsins Harry Eddom sem fannst á lífi við bóndabæ í Seyðisfirði 36 tímum eftir að breski togarinn Ross Cleveland sökk. Eddom lét sig hverfa úr sviðsljósi fjölmiðla skömmu eftir slysið en rúmum 30 árum síðar hafði Óttar uppi á honum og veitti Íslendingum og íbúum við Humberfljót í Englandi áður óþekkta frásögn af þessum sögulega harmleik. Þetta er bók sem áhugafólk um íslenska sögu ætti ekki að láta framhjá sér fara.
Athugasemdir