Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tækifærið kom með tónlistarmyndbandinu

Líf Krist­ins tók aðra stefnu þeg­ar kunn­ingi hans bað hann um að vinna með sér þrátt fyr­ir að hafa enga reynslu.

Mig langar að tala um verkefni sem ég tók þátt í fyrir tveimur árum sem hefur ennþá áhrif á líf mitt í dag. Ég gerði leikmynd fyrir tónlistarvídeó sem heitir I'd love eftir tónlistarmanninn Auður. 

Þetta gerðist í lok sumars eða byrjun hausts 2017. Á þeim tíma var ég í Myndlistaskólanum í Reykjavík og hafði einungis verið að sinna skólaverkefnum en hafði rosalegan áhuga á leikmyndagerð.  Ég þekkti aðeins til Auðuns, við vorum kunningjar. Hann hafði heyrt útundan sér að ég væri að daðra við einhvers konar smíðavinnu og leikmyndastúss. 

Hann hafði samband við mig eftir að ég var áhorfandi á sýningu hjá honum hjá Improv Ísland í Tjarnarbíói. Hann nálgaðist mig eftir sýninguna með hugmynd að tónlistarvídeói og að hann langaði mikið að framkvæma hana. Hugmyndin var stór í sniðum og hann vissi ekki alveg hvernig hann ætti að fara að því að framkvæma hana en vildi fá mig með. Við tókum svo næst fund og svo varð verkefnið að veruleika og heppnaðist ótrúlega vel. 

Í kjölfarið á því fékk ég fjöldann allan af öðrum tækifærum og varð fljótlega orðinn starfandi leikmyndahönnuður. Ég hef fengið stærri og stærri verkefni með tímanum og ég upplifi eins og það hafi allt með þetta tónlistarvídeó að gera. 

Svo eru líka öll tengslin og vináttan sem hefur skapast. Ég og Auðunn kynntumst ótrúlega vel í þessu verkefni og nú erum við mjög nánir, jafnvel bestu vinir, og störfum ennþá saman í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár