Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tækifærið kom með tónlistarmyndbandinu

Líf Krist­ins tók aðra stefnu þeg­ar kunn­ingi hans bað hann um að vinna með sér þrátt fyr­ir að hafa enga reynslu.

Mig langar að tala um verkefni sem ég tók þátt í fyrir tveimur árum sem hefur ennþá áhrif á líf mitt í dag. Ég gerði leikmynd fyrir tónlistarvídeó sem heitir I'd love eftir tónlistarmanninn Auður. 

Þetta gerðist í lok sumars eða byrjun hausts 2017. Á þeim tíma var ég í Myndlistaskólanum í Reykjavík og hafði einungis verið að sinna skólaverkefnum en hafði rosalegan áhuga á leikmyndagerð.  Ég þekkti aðeins til Auðuns, við vorum kunningjar. Hann hafði heyrt útundan sér að ég væri að daðra við einhvers konar smíðavinnu og leikmyndastúss. 

Hann hafði samband við mig eftir að ég var áhorfandi á sýningu hjá honum hjá Improv Ísland í Tjarnarbíói. Hann nálgaðist mig eftir sýninguna með hugmynd að tónlistarvídeói og að hann langaði mikið að framkvæma hana. Hugmyndin var stór í sniðum og hann vissi ekki alveg hvernig hann ætti að fara að því að framkvæma hana en vildi fá mig með. Við tókum svo næst fund og svo varð verkefnið að veruleika og heppnaðist ótrúlega vel. 

Í kjölfarið á því fékk ég fjöldann allan af öðrum tækifærum og varð fljótlega orðinn starfandi leikmyndahönnuður. Ég hef fengið stærri og stærri verkefni með tímanum og ég upplifi eins og það hafi allt með þetta tónlistarvídeó að gera. 

Svo eru líka öll tengslin og vináttan sem hefur skapast. Ég og Auðunn kynntumst ótrúlega vel í þessu verkefni og nú erum við mjög nánir, jafnvel bestu vinir, og störfum ennþá saman í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár