Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

Mið­flokk­ur­inn krafð­ist þess að frum­varp um kyn­rænt sjálfræði yrði tek­ið af dag­skrá Al­þing­is. Kraf­an vek­ur mikla reiði og formað­ur Trans Ís­land seg­ir að at­kvæði með Mið­flokkn­um séu gegn rétt­ind­um hinseg­in fólk. „Skamm­astu þín,“ seg­ir Ugla Stef­an­ía.

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
Vildi kynrænt sjálfræði af borðinu Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður MIðflokksins, mun hafa krafist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Alþingis, í viðræðum við forsætisráðherra um þinglok. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Formaður félagsins Trans Ísland fer hörðum orðum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og ræður fólki gegn því að kjósa flokkinn. „Á þessu stigi þýðir það einfaldlega að kjósa gegn réttindum hinsegin fólks.“

Tilefni þessara hörðu orða Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, formanns Trans Íslands, er frétt þess efnis að Sigmundur hafi í viðræðum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um þinglok krafist þess að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá þingsins. Mun Katrín hafa brugðist við þeirri kröfu með því að slíta viðræðunum.

Ugla er ein þeirra sem kom að vinnu við gerð frumvarpsins og lýsir því á Facebook að unnið hafi verið að því í fjögur ár. Þessi framganga sýni að Sigmundur geri sér annað hvort ekki grein fyrir mikilvægi málsins eða sé einfaldlega alveg sama. Hvort tveggja sem er sé skammarlegt enda hafi transfólk og intersex fólk beðið lengi eftir þessari mikilvægu réttarbót.

„Ég vona innilega að allt fólk sem ég þekki muni hugsa sig tvisvar um áður en þau kjósa þennan flokk. Á þessu stigi þýðir það einfaldlega að kjósa gegn réttindum hinsegin fólks. Skammastu þín,“ skrifar Ugla.

Illkvittni gagnvart transfólki

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata, er einnig harðorð og segir þetta útspil Sigmundar vera illgirni. Alexandra, sem er transkona, segir að hún hafi í gegnum tíðin getað sagt, með bros á vör, að á Íslandi væri staðan svo góð að meira að segja íhaldssömustu flokkarnir settu sig ekki upp á móti réttindum transfólks. Það sé hins vegar augljóslega ekki rétt.

„Þetta nýjasta útspil hans er ekkert annað en illgirni. Hingað til gat ég trúað því upp á hann að hann væri bara í einhverjum eigin heimi með einhverja mjög skrítna sýn á eigið ágæti og eigin hugmyndir, en ekki lengur.

Að hann skuli voga sér að ætla að krefjast þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði tekið af dagskrá er ekki hægt að skýra með öðrum hætti en illkvitni gagnvart transfólki,eða mögulega viljanum til að ganga í augun á fólki sem fyrirlítur fólk eins og mig.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár