Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

Mið­flokk­ur­inn krafð­ist þess að frum­varp um kyn­rænt sjálfræði yrði tek­ið af dag­skrá Al­þing­is. Kraf­an vek­ur mikla reiði og formað­ur Trans Ís­land seg­ir að at­kvæði með Mið­flokkn­um séu gegn rétt­ind­um hinseg­in fólk. „Skamm­astu þín,“ seg­ir Ugla Stef­an­ía.

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
Vildi kynrænt sjálfræði af borðinu Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður MIðflokksins, mun hafa krafist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Alþingis, í viðræðum við forsætisráðherra um þinglok. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Formaður félagsins Trans Ísland fer hörðum orðum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og ræður fólki gegn því að kjósa flokkinn. „Á þessu stigi þýðir það einfaldlega að kjósa gegn réttindum hinsegin fólks.“

Tilefni þessara hörðu orða Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, formanns Trans Íslands, er frétt þess efnis að Sigmundur hafi í viðræðum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um þinglok krafist þess að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá þingsins. Mun Katrín hafa brugðist við þeirri kröfu með því að slíta viðræðunum.

Ugla er ein þeirra sem kom að vinnu við gerð frumvarpsins og lýsir því á Facebook að unnið hafi verið að því í fjögur ár. Þessi framganga sýni að Sigmundur geri sér annað hvort ekki grein fyrir mikilvægi málsins eða sé einfaldlega alveg sama. Hvort tveggja sem er sé skammarlegt enda hafi transfólk og intersex fólk beðið lengi eftir þessari mikilvægu réttarbót.

„Ég vona innilega að allt fólk sem ég þekki muni hugsa sig tvisvar um áður en þau kjósa þennan flokk. Á þessu stigi þýðir það einfaldlega að kjósa gegn réttindum hinsegin fólks. Skammastu þín,“ skrifar Ugla.

Illkvittni gagnvart transfólki

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata, er einnig harðorð og segir þetta útspil Sigmundar vera illgirni. Alexandra, sem er transkona, segir að hún hafi í gegnum tíðin getað sagt, með bros á vör, að á Íslandi væri staðan svo góð að meira að segja íhaldssömustu flokkarnir settu sig ekki upp á móti réttindum transfólks. Það sé hins vegar augljóslega ekki rétt.

„Þetta nýjasta útspil hans er ekkert annað en illgirni. Hingað til gat ég trúað því upp á hann að hann væri bara í einhverjum eigin heimi með einhverja mjög skrítna sýn á eigið ágæti og eigin hugmyndir, en ekki lengur.

Að hann skuli voga sér að ætla að krefjast þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði tekið af dagskrá er ekki hægt að skýra með öðrum hætti en illkvitni gagnvart transfólki,eða mögulega viljanum til að ganga í augun á fólki sem fyrirlítur fólk eins og mig.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár