Eigendavaldi ítrekað beitt á Fréttablaðinu

Rit­stjór­ar og blaða­menn hafa hrak­ist í burtu vegna af­skipta eig­enda frétta­blaðs­ins, Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar og Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur. Ýms­um að­ferð­um beitt til að hola hið rit­stjórn­ar­lega sjálf­stæði að inn­an.

Eigendavaldi ítrekað beitt á Fréttablaðinu
Eigendur hafa afskipti Blaðamenn Fréttablaðsins hafa greint frá því að ítrekað hafi verið reynt að hafa afskipti af fréttaskrifum þeirra. Mynd: Pressphotos

Þótt Helgi Magnússon, sem á dögunum keypti helmingshlut í Fréttablaðinu, neiti því að hann hyggist hafa afskipti af ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins og segist ekki munu beita eigendavaldi sínu til að hafa áhrif á umfjöllunarefni blaðsins, þá hefur eigendavaldi ítrekað verið beitt til að hafa áhrif á ritstjórnarlegt sjálfstæði Fréttablaðsins í gegnum tíðina. Um það hafa fyrrverandi blaðamenn og ritstjórar vitnað.

Árið 2002 eignaðist Jón Ásgeir Jóhannesson Fréttablaðið í gegnum félag sitt Baug, án þess að greint væri frá eignarhaldinu fyrr en árið eftir. Blaðamenn hafa greint frá því að þá þegar hafi Jón Ásgeir hafið afskipti af fréttaflutningi sem honum hugnaðist ekki. Þannig greindi Sigurður Hólm Gunnarsson, sem vann sem blaðamaður á Vísi, frá því að honum hefði verið fyrirskipað að taka úr birtingu frétt um ásakanir Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Jóni Ásgeiri. Hann hafi neitað því en engu að síður hefði fréttin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu