Þótt Helgi Magnússon, sem á dögunum keypti helmingshlut í Fréttablaðinu, neiti því að hann hyggist hafa afskipti af ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins og segist ekki munu beita eigendavaldi sínu til að hafa áhrif á umfjöllunarefni blaðsins, þá hefur eigendavaldi ítrekað verið beitt til að hafa áhrif á ritstjórnarlegt sjálfstæði Fréttablaðsins í gegnum tíðina. Um það hafa fyrrverandi blaðamenn og ritstjórar vitnað.
Árið 2002 eignaðist Jón Ásgeir Jóhannesson Fréttablaðið í gegnum félag sitt Baug, án þess að greint væri frá eignarhaldinu fyrr en árið eftir. Blaðamenn hafa greint frá því að þá þegar hafi Jón Ásgeir hafið afskipti af fréttaflutningi sem honum hugnaðist ekki. Þannig greindi Sigurður Hólm Gunnarsson, sem vann sem blaðamaður á Vísi, frá því að honum hefði verið fyrirskipað að taka úr birtingu frétt um ásakanir Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Jóni Ásgeiri. Hann hafi neitað því en engu að síður hefði fréttin …
Athugasemdir