Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjárhagslegur bakhjarl Viðreisnar kaupir Fréttablaðið

Helgi Magnús­son fjár­fest­ir hef­ur keypt helm­ings­hlut í Frétta­blað­inu. Hann seg­ist ekki munu beita eig­enda­valdi sínu til að hafa áhrif á frétta­flutn­ing. Stóð að stofn­un heils stjórn­mála­flokks til að koma sín­um skoð­un­um á Evr­ópu­mál­um á fram­færi.

Fjárhagslegur bakhjarl Viðreisnar kaupir Fréttablaðið
Áhugamaður um fjölmiðla Helgi Magnússon segist vilja styrkja grunnstoðir Fréttablaðsins með kaupum sínum á helmingshlut í blaðinu. Mynd: MBL / Ómar Óskarsson

Helgi Magnússon fjárfestir, sem keypti helmingshlut í útgáfufyrirtæki Fréttablaðsins, Torgi ehf., á dögunum, lýsti því í viðtali við Stundina að hann hefði keypt hlutinn með það í huga að styrkja grunnstoðir spennandi og öflugs fjölmiðlafyrirtækis. Hann kæmi ekki með neina stefnuskrá að borðinu og hefði ekki í hyggju að leggja fram tillögur að breytingum eða nýjum áherslum. Hann ætli sér því ekki að beita eigendavaldi til að hafa áhrif á Fréttablaðið.

Helgi hefur árum saman beitt sér ákveðið fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, meðal annars með því að koma að stofnun stjórnmálaflokksins Viðreisnar og með því að fjármagna þann flokk. Hann er umsvifamikill í fjárfestingum og á hluti í stórum fyrirtækjum ásamt því að sitja í stjórn margra slíkra.

Kærður í tengslum við Hafskipsmálið

Helgi Magnússon varð fyrst þekktur á landsvísu þegar hann dróst inn í Hafskipsmálið svonefnda. Hafskip fór í þrot í desember árið 1985 en …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár