Umfangsmiklar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur munu leggja áherslu á Borgarlínu og þéttingu byggðar í kringum stoppistöðvar hennar. Ný umferðaröryggisáætlun hefur það markmið að enginn deyi af slysförum í umferðinni.
Tillaga um breytingarnar var samþykkt í skipulags- og samgönguráði á miðvikudag, með atkvæðum meirihlutans, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. Meginmarkmið breytinganna eru að styðja við loftslagsstefnu borgarinnar og ríkis um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Auka á hlutdeild vistvænna samgöngumáta og setja einkabílinn aftast í forgangsröðunina. Þétta á byggð í kringum stöðvar fyrirhugaðrar Borgarlínu og setja húsnæði sem hentar ungu fólki og fyrstu kaupendum í forgang á þeim svæðum.
Til að mæta þessum markmiðum er meðal annars stefnt að því að þrefalda notkun almenningssamgangna sem ferðamáta, auka ferðir gangandi og hjólandi en á móti minnka notkun einkabílsins úr 75 prósent ferða niður í 58 prósent. Framkvæmdir við Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, er nauðsynleg forsenda þess að þetta takist, að því …
Athugasemdir