Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

Bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar­kaupstað­ar hef­ur sam­þykkt að breyta nafni sveit­ar­fé­lags­ins í Ak­ur­eyr­ar­bær. Beð­ið er um­sagn­ar ör­nafna­nefnd­ar og stað­fest­ing­ar ráðu­neyt­is.

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar
Akureyrarkirkja Flestir aðspurðra vildu breyta nafni bæjarins. Mynd: Shutterstock

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að breyta nafni sveitarfélagsins í Akureyrarbær. Beðið er jákvæðrar umsagnar örnafnanefndar og staðfestingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

Málið var á dagskrá bæjarstjórnar í febrúar, en þá var samþykkt að fresta málinu og gera skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef bæjarins. Ákveðið var að ef afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa kæmi fram yrði tekið mið af honum.

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði könnun í mars þar sem var meðal annars spurt: „Núverandi nafn sveitarfélagsins er Akureyrarkaupstaður, hvort vilt þú halda því nafni eða breyta því í Akureyrarbær?“ Niðurstöðurnar voru þær að 77% vildu breyta nafninu í Akureyrarbær, en 23% vildu halda nafninu Akureyrarkaupstaður. 

Nokkur umræða spratt upp um nöfn sveitarfélaga í mars 2018 eftir fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi. Spurði hann meðal annars um nafn sameinaðs sveitarfélags Grímseyjar, Hríseyjar og Akureyrar og fékk það svar að það héti Akureyrarkaupstaður. Í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kom einnig fram að höfuðborg Íslands heiti formlega Reykjavíkurborg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár