Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

Bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar­kaupstað­ar hef­ur sam­þykkt að breyta nafni sveit­ar­fé­lags­ins í Ak­ur­eyr­ar­bær. Beð­ið er um­sagn­ar ör­nafna­nefnd­ar og stað­fest­ing­ar ráðu­neyt­is.

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar
Akureyrarkirkja Flestir aðspurðra vildu breyta nafni bæjarins. Mynd: Shutterstock

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að breyta nafni sveitarfélagsins í Akureyrarbær. Beðið er jákvæðrar umsagnar örnafnanefndar og staðfestingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

Málið var á dagskrá bæjarstjórnar í febrúar, en þá var samþykkt að fresta málinu og gera skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef bæjarins. Ákveðið var að ef afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa kæmi fram yrði tekið mið af honum.

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði könnun í mars þar sem var meðal annars spurt: „Núverandi nafn sveitarfélagsins er Akureyrarkaupstaður, hvort vilt þú halda því nafni eða breyta því í Akureyrarbær?“ Niðurstöðurnar voru þær að 77% vildu breyta nafninu í Akureyrarbær, en 23% vildu halda nafninu Akureyrarkaupstaður. 

Nokkur umræða spratt upp um nöfn sveitarfélaga í mars 2018 eftir fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi. Spurði hann meðal annars um nafn sameinaðs sveitarfélags Grímseyjar, Hríseyjar og Akureyrar og fékk það svar að það héti Akureyrarkaupstaður. Í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kom einnig fram að höfuðborg Íslands heiti formlega Reykjavíkurborg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár