Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Siðanefnd vísar kæru Þórðar frá en telur „fréttaskýringu“ Sigurðar ekki vera fréttaskýringu

Siðanefnd blaða­manna tel­ur að efni sem Sig­urð­ur Már Jóns­son blaða­mað­ur kynnti sem frétta­skýr­ingu sé ekki frétta­skýr­ing og falli því ut­an gild­is­sviðs siða­reglna blaða­manna. „Kannski væri best að siðanefnd­in, eða Blaða­manna­fé­lag Ís­lands, upp­lýsi bara um það um hvaða fjöl­miðla siða­regl­urn­ar eigi við og hverja ekki og sömu­leið­is hvaða blaða­menn séu til þess falln­ir að ákveða sjálf­ir eðli skrifa sinna og hverj­ir ekki,“ seg­ir Þórð­ur Snær Júlí­us­son í sam­tali við Stund­ina.

Siðanefnd vísar kæru Þórðar frá en telur „fréttaskýringu“ Sigurðar ekki vera fréttaskýringu
Siðanefnd tekur ekki afstöðu Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur sig ekki geta fjallað efnislega um kvörtun Þórðar Snæs sökum þess að siðareglur félagsins nái ekki til skrifa Sigurðar Más. Það er vegna þess að í efnisyfirliti Þjóðmála hafi grein Sigurðar Más verið merkt sem „umfjöllun“ en ekki frétt eða fréttaskýring.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, gegn Sigurði Má Jónssyni og Gísla Frey Valdórssyni og ætlar ekki að taka málið til efnislegrar meðferðar. Tilefni kærunnar var umfjöllun Sigurðar Más um Kjarnann sem birtist í nýjasta hefti Þjóðmála sem Gísli Freyr ritstýrir. Þórður hefur gagnrýnt skrifin harðlega og taldi siðareglur blaðamanna ná til þeirra í ljósi þess að Sigurður Már hefur sjálfur lýst umfjölluninni sem „fréttaskýringu“

Í kæru sinni tiltók Þórður ýmis atriði sem farið var ranglega með í greininni og greindi frá tölvupóstssamskiptum sínum við Sigurð Má þar sem Sigurður hefði „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. 

Að mati siðanefndar ná hins vegar siðareglur Blaðamannafélags Íslands ekki til skrifanna í ljósi þess að í efnisyfirliti Þjóðmála er greinin merkt sem „umfjöllun“ en ekki frétt eða fréttaskýring. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.

Einn nefndarmanna ósammála

Einn nefndarmanna, Friðrik Þór Guðmundsson, var ósammála meirihlutanum um frávísun málsins og taldi að leggja ætti lýsingu Sigurðar Más sjálfs á skrifum sínum sem „fréttaskýringu“ til grundvallar og taka kæruna til efnismeðferðar.

Athygli vekur að Jóhannes Tómasson er einn þeirra siðanefndarmanna sem standa að niðurstöðunni. Jóhannes var upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins þegar Gísli Freyr Valdórsson, annar hinna kærðu, var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli fékk síðar refsidóm fyrir að leka afbökuðum trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla í lekamálinu svokallaða en Jóhannes stýrði upplýsingagjöf ráðuneytisins og gaf út yfirlýsingar fyrir hönd þess þegar málið stóð sem hæst.

Sigurður Már lýsir sjálfum sér sem blaðamanni og grein sinni í Þjóðmálum sem fréttaskýringu.

Þórður Snær segir í samtali við Stundina að sér þyki úrskurðurinn illskiljanlegur. „Siðanefnd neitar að taka efnislega fyrir skrif sem höfundurinn sjálfur skilgreinir sem fréttaskýringu, vegna þess að hún telur sig vita betur hvers eðlis efnið sé og skilgreinir það sem skoðanagrein. Þannig kemur siðanefndin sér undan því að taka afstöðu til alls ellefu ummæla höfundar sem við teljum borðleggjandi að brjóti gegn 1. og 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands, þar sem öll kærð ummæli eru ósannindi, aðdróttanir, afbakanir eða hugarburður höfundar,“ segir hann.

„Samkvæmt úrskurði siðanefndar þá eru væntanlega öll skrif í Þjóðmálum, sem er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd með birta ritstjórnarstefnu, þess eðlis að þau falli ekki undir siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Því má birta hvað sem er um hvern sem er á þeim vettvangi. Kannski væri best að siðanefndin, eða Blaðamannafélag Íslands, upplýsi bara um það um hvaða fjölmiðla siðareglurnar eigi við og hverja ekki og sömuleiðis hvaða blaðamenn séu til þess fallnir að ákveða sjálfir eðli skrifa sinna og hverjir ekki.“

Fleiri kæra skrif Sigurðar 

Þórður bendir á að þótt úrskurði siðanefndar verði ekki áfrýjað sé ljóst að ansi margir einstaklingar hafi orðið fyrir barðinu á „þessum rætna atvinnurógi sem birtist um Kjarnann í Þjóðmálum í síðasta mánuði“. Þannig geti margir kært mál er varða grein Sigurðar Más til siðanefndar.

Það hefur raunar Magnús Halldórsson, annar starfsmaður Kjarnans, þegar gert. Að sögn Þórðar hefur sú kæra að geyma viðbótarupplýsingar um ritstýringu á grein Sigurðar Más og nýjar upplýsingar um að fyrir hafi legið að greinin væri ekki skoðanagrein áður en hún var birt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár