Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Trúði ekki að mynd af Sigmundi væri raunveruleg

Upp­lýs­inga­full­trúi Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra taldi að mynd á Vísi.is væri sett sam­an með hjálp tölvu­tækn­inn­ar og not­uð til að koma höggi á ráð­herr­ann.

Trúði ekki að mynd af Sigmundi væri raunveruleg
Þessi mynd er samsett. Mynd: Gunnar V. Andrésson tók myndina af Sigmundi en myndin af Sigurði Má er af Facebook.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, taldi að mynd sem tekin var á flokksþingi Framsóknarflokksins árið 2011 hefði verið sett saman með hjálp tölvutækninnar og birt í því skyni að koma höggi á forsætisráðherra. 

Taldi hann Vísi.is hafa notað umrædda mynd af Sigmundi Davíð til að styðja þá niðurstöðu Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings í nýlegri fræðigrein að Framsóknarflokkurinn sé orðinn þjóðernispopúlískur flokkur. Upplýsingafulltrúinn hefur nú beðist afsökunar á ásökunum sínum.  

„Þetta er samsett mynd“

Þetta má sjá í umræðum á Facebook-síðu Jakobs Bjarnars Grétarssonar blaðamanns, en þar bregst upplýsingafulltrúinn af mikilli hörku við umfjöllun Jakobs á Vísi.is um rannsókn Eiríks Bergmanns.

„Myndin sem þú notar með af forsætisráðherra Jakob Bjarnar Gretarsson - er hún ekki örugglega samansett? Svona til að gefa fræðunum popúlarískari stimpil eða hvað!“ skrifar Sigurður Már sem var um skeið varaformaður Blaðamannafélags Íslands.

Þá fullyrðir hann í athugasemd nokkru síðar: „Þetta er samsett mynd sem enginn veit hver á eða bjó til og er einhverra hluta vegna í myndsafni Vísis. Hún er dregin fram þegar þarf að styðja tiltekin „vísindi“.“

Bendir Sigurður á að Eiríkur Bergmann hafi eitt sinn verið varaþingmaður Samfylkingarinnar. Svo virðist sem hann telji þetta draga úr trúverðugleika fræðigreinar Eiríks um þjóðernispopúlisma og Framsóknarflokkinn. Ekki er fjallað um Samfylkinguna í grein Eiríks.

Sigurði var bent á að myndin er ekki samsett, heldur tekin á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir fjórum árum þegar Sigmundur Davíð stillti sér upp fyrir framan mynd af Framsóknarmerkinu og slagorðinu „Ísland í vonanna birtu“. Í kjölfarið baðst Sigurður afsökunar og sagðist hafa haldið að myndin væri samsett vegna þess að hún er eignuð Icelandweatherreport.com. „Nú þegar virðist hafið yfir vafa að sá ágæti GVA hafi tekið hana biðst ég afsökunar. Dugar það?“ skrifar Sigurður. Með skammstöfuninni GVA vísar hann til Gunnars V. Andréssonar, virts blaðaljósmyndara.

Blaðamaður furðu lostinn

Jakob Bjarnar
Jakob Bjarnar blaðamaður

Stundin ræddi við Jakob Bjarnar, blaðamann á Vísi, um málið sem honum finnst athyglisvert í meira lagi. „Látum nú liggja á milli hluta glósurnar þar sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar vegur að fræðimannaheiðri Eiríks Bergmann. Lítum jafnvel hjá ávirðingunum á hendur mér og Vísi... að við séum að birta samsettar meintar áróðursmyndir, til hvers? Til að koma höggi á Sigmund Davíð?“ spyr hann og bætir við: „Hvers konar vænisýki er það?“

„Er hann þá ekki þar með að staðfesta og hnykkja á niðurstöðum þeim sem Eiríkur var að kynna í dag?“

Jakob segir að sér þyki athyglisvert að Sigurður Már hafi trúað því að mynd sem Gunnar V. Andrésson, reyndur og virtur ljósmyndari, tók á flokksþingi Framsóknarmanna árið 2011 væri samsett. „Er hann þá ekki þar með að staðfesta og hnykkja á niðurstöðum þeim sem Eiríkur var að kynna í dag? Mér finnst nú einhvern veginn að Sigurður Már mætti einbeita sér að því að sinna starfi sínu á þann veg að liðka til fyrir upplýsingum frá ríkisstjórninni til fjölmiðla og þar með almennings, fremur en vera á flögri eins og hrægammur á Facebook – til að passa uppá sinn mann með misgóðum árangri.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár