Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmundur Davíð líkir þriðja orkupakkanum við þorskastríðin

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son ímynd­ar sér hvernig brugð­ist yrði við veið­um Breta á Ís­lands­mið­um í nú­tím­an­um í grein í Morg­un­blað­inu. Eins og í um­ræð­um um þriðja orkupakk­ann yrðu þeir sem mót­mæla sak­að­ir um „ein­angr­un­ar­hyggju og pop­púl­isma“.

Sigmundur Davíð líkir þriðja orkupakkanum við þorskastríðin

Ef þorskastríðin ættu sér stað í dag mundi ríkisstjórnin gefa eftir gagnvart Bretum og fara sömu leið og hún ætlar sér í máli þriðja orkupakkans. Þetta er mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann lýsir ímyndaðri atburðarás þar sem deila Íslendinga og Breta um fiskveiðiheimildir á 6. til 8. áratug síðustu aldar fer fram í nútímanum.

Í greininni, sem ber titilinn „Hvað ef þorskastríðin hæfust núna?“ segir Sigmundur Davíð að stjórnmálin og samfélagið séu að breytast og ekki endilega til góðs. „Þótt sumir telji hin nýju stjórnmál tímanna tákn og álykti að nútíminn sé alltaf betri en allt annað getur verið gagnlegt að setja hlutina í sögulegt samhengi,“ skrifar hann. „Það má t.d. velta fyrir sér hvernig mál hefðu þróast ef mikilsverðir atburðir fortíðar hefðu átt sér stað nú á dögum.“ 

Í framhaldinu lýsir hann skáldaðri atburðarás þar sem breskir togarar hafa aukið veiðar sínar á Íslandsmiðum. Lýsir hann því hvernig „réttarfars- og mannúðarráðuneytið“ mundi hafna beiðni Landhelgisgæslunnar um notkun togvíraklippna til að klippa á veiðarfæri Breta vegna formlegheita, skriffinsku og umhverfissjónarmiða.

Þá lýsir hann því hvernig „virkir í athugasemdum“ og „tístarar“ mundu gera grín að Landhelgisgæslunni fyrir hugmyndinni um klippurnar. „Öllu þessu eru gerð góð skil í spjallþætti á RÚV þar sem vinir drekka saman kaffi og veltast um af hlátri yfir umræðu um landa sína sem telji að þeir séu mikils megnugir og ætli í slag við alþjóðasamfélagið með heimatilbúinn „minisjóplóg“ að vopni,“ skrifar Sigmundur Davíð.

Sigmundur Davíð tekur dæmi um brandara sem hann ímyndar sér að birtir yrðu á samfélagsmiðlum vegna þorskastríða nútímans. „Skemmtilegastur þykir tístari úr Vesturbæ Reykjavíkur sem sýnir mynd af sundblöðkum, flothring í formi guls andarunga og bleikum barnaskærum með athugasemdinni: „Nýjasta hugmynd forstj. Landhg. að lausn landh.deilunnar #islenskisjoherinn“.“

ÞorskastríðinVarðskipið Óðinn og freigáta breska sjóhersins HMS Scylla 23 rákust saman í þorskastríðinu í febrúar 1976.

Í framhaldinu lýsir hann því hvernig flokkurinn „Samhreyfingin“ mundi nota málið sem rök fyrir því að ganga í Evrópusambandið. Hann tengir málið við þriðja orkupakkann og umræðuna um fyrirvara um að sæstrengur verði ekki lagður til Íslands nema með aðkomu Alþingis. „Aðrir benda á að lausnin felist í tillögu um að Alþingi samþykki fyrirvara þess efnis að Bretar skuli ekki auka veiðar sínar innan 50 mílna frá því sem nú er nema að undangenginni umfjöllun Alþingis. Þeir sem efast um þessa leið eru spurðir hvort þeir treysti ekki Alþingi.“

Sigmundur Davíð segir að allir sem mundu ekki vilja gefast upp gegn kröfum Breta í þessum þorskastríðum nútímans yrðu sakaðir um „einangrunarhyggju og poppúlisma“ vegna „þjóðernislegrar frekju“. Segir hann að litla hjálp yrði að fá frá Norðurlöndunum og öðrum vinaþjóðum. „Sérstaklega er varað við því að leita liðsinnis Bandaríkjanna (þar er Trump) eða Rússlands (þar er Pútín),“ skrifar Sigmundur Davíð.

Loks segir hann að ákveðið yrði að fara „fyrirvaraleiðina“ í trássi við vilja kjósenda, sömu leið og ríkisstjórnin vill fara í máli þriðja orkupakkans. Þá yrði gerð krafa um að dregið yrði úr fiskveiðum á alþjóðavísu vegna umhverfissjónarmiða. „Þannig megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Þannig væru einnig settar hömlur á að skip sigldu of langt frá landi. Fyrir vikið þyrfti Landhelgisgæslan ekki að sigla um allar trissur og með því myndi kolefnisspor stofnunarinnar minnka verulega“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár