Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
Tugmilljarða stækkun í kortunum Áætlanir Isavia í fyrra gerðu ráð fyrir að meira en 90 milljörðum yrði varið til uppbyggingar og stækkunar Keflavíkurflugvallar. Mynd: ISAVIA ohf.

Ríkisfyrirtækið Isavia mun að öllum líkindum verja tugum milljarða í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar næstu árin. Áætlanir Isavia í fyrra gerðu ráð fyrir samtals 91,4 milljarða fjárfestingum árin 2019 til 2022 en samkvæmt upplýsingum frá Isavia má ætla að fjárhæðirnar verði lægri og ekki verði farið jafn bratt í uppbygginguna og áður stóð til í ljósi samdráttar og óvissu í ferðaþjónustugeiranum.

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að 6,8 milljarðar renni til sérstakra aðgerða til að auka kolefnisbindingu og vinna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda næstu árin. Heildarútgjöld ríkisins vegna loftslagsmála eru þó mun hærri ef horft er til allra framlaga til loftslagsvænna samgöngu- og orkuverkefna. Til að mynda er fyrirséð að talsverður kostnaður vegna borgarlínuframkvæmda lendi á ríkissjóði. Nýlega undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um að leggja 800 milljónir króna í tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að borgarlínu á þessu ári og því næsta með fyrirvara um að sama framlag komi frá ríkinu. 

Losun frá 2013Hér má sjá upplýsingar sem Umhverfisstofnun tók saman um raunlosun flugfélaga á grundvelli uppgjörs rekstraraðila flugrekenda í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Einungis er horft til losunar innan EES svæðisins en ekki t.d. Ameríkuflugs.

Samtökin Landvernd telja að það skjóti skökku við að stækka Keflavíkurflugvöll og stefna að umtalsverðri fjölgun ferðamanna og flugferða á sama tíma og ríkisstjórnin setur sér háleit markmið í loftslagsmálum. 

Auður Önnu Magnúsdóttirframkvæmdastjóri Landverndar

„Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja sjö milljörðum króna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá mun ISAVIA, fyrirtæki í opinberri eigu, verja 93 milljörðum til að stækka Keflavíkurflugvöll um 45%,“ segir í greinargerð ályktunar sem aðalfundur Landverndar samþykkti þann 30. apríl síðastliðinn.

„Ljóst er að engin sérstök þörf er á þessari framkvæmd fyrir íslenskt samfélag, enda eru erlendir ferðamenn hér miklu fleiri en í öðrum löndum, eða um sjö á hvern Íslending. Auk þess hefur núverandi fjöldi ferðamanna aukið verulega álag á íslenska náttúru og reynt á helstu innviði.“

Telja samtökin að stækkun Keflavíkurflugvallar myndi „ganga þvert gegn því markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda“ og sé „í raun óskiljanleg í ljósi yfirlýsinga stjórnvalda um mikilvægi þess“.

Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum hefur aukist talsvert undanfarin ár. Losunin var 813.745 tonn af CO2 árið 2017 en 820.369 tonn í fyrra og Icelandair og Wow Air voru í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem menguðu mest.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár