Eyþór Arnalds, fjárfestir og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, keypti hlutabréf í Morgunblaðinu með 325 milljóna króna kúluláni. Seljandi bréfanna var eignarhaldsfélag í eigu Samherja, Kattarnef ehf., og kemur fram í ársreikningi þess félags að félagið hafi veitt kaupanda bréfanna seljendalán upp á 225 milljónir. Auk þess keypti Eyþór hlutabréf í eigu Síldarvinnslunnar og Vísis í Grindavík í Mogganum.
Í ársreikningi eignarhaldsfélags Eyþórs sem heldur utan um hlutabréfin, Ramses II. ehf., sem skilaði ársreikningi fyrir 2017 í maí 2019 nærri ári of seint, kemur hins vegar fram að félagið skuldi „lánastofnunum“ 325 milljónir og að allar þessar skuldir séu á gjalddaga árið 2020. 15 milljóna vaxtagjöld bættust við skuldina árið 2017 og stóð skuldin í lok þess árs í rúmlega 340 milljónum króna. Slík kúlulán, með einum gjalddaga í lok lánstíma, eru ekki eins fjárhagslega íþyngjandi fyrir lánþega og lán með mörgum vaxtagjalddögum á lánstímanum.
Athygli vekur að báðir ársreikningarnir, bæði Ramsesar II …
Athugasemdir