Eyþór eða Samherji segja ósatt um kúlulán borgarfulltrúans

Al­gjört ósam­ræmi er í skýr­ing­um Ey­þórs Arn­alds og Sam­herja á láni sem fé­lag borg­ar­full­trú­ans fékk til að kaupa hluta­bréf í Morg­un­blað­inu ár­ið 2017. Sam­herji seg­ist hafa veitt selj­endalán en Ey­þór seg­ist hafa feng­ið lán hjá lána­stofn­un.

Eyþór eða Samherji segja ósatt um kúlulán borgarfulltrúans
Hvort er satt? Annað hvort segir Samherji ekki satt um lánið til Eyþórs eða að Eyþór segir ekki satt þegar hann talar um að „lánastofnun“ fjármagni viðskipti hans í Morgunblaðinu. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds, fjárfestir og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, keypti hlutabréf í Morgunblaðinu með 325 milljóna króna kúluláni. Seljandi bréfanna var eignarhaldsfélag í eigu Samherja, Kattarnef ehf., og kemur fram í ársreikningi þess félags að félagið hafi veitt kaupanda bréfanna seljendalán upp á 225 milljónir. Auk þess keypti Eyþór hlutabréf í eigu Síldarvinnslunnar og Vísis í Grindavík í Mogganum.

Í ársreikningi eignarhaldsfélags Eyþórs sem heldur utan um hlutabréfin, Ramses II. ehf., sem skilaði ársreikningi fyrir 2017 í maí 2019 nærri ári of seint, kemur hins vegar fram að félagið skuldi „lánastofnunum“ 325 milljónir og að allar þessar skuldir séu á gjalddaga árið 2020. 15 milljóna vaxtagjöld bættust við skuldina árið 2017 og stóð skuldin í lok þess árs í rúmlega 340 milljónum króna. Slík kúlulán, með einum gjalddaga í lok lánstíma, eru ekki eins fjárhagslega íþyngjandi fyrir lánþega og lán með mörgum vaxtagjalddögum á lánstímanum. 

Athygli vekur að báðir ársreikningarnir, bæði Ramsesar II …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu