Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór eða Samherji segja ósatt um kúlulán borgarfulltrúans

Al­gjört ósam­ræmi er í skýr­ing­um Ey­þórs Arn­alds og Sam­herja á láni sem fé­lag borg­ar­full­trú­ans fékk til að kaupa hluta­bréf í Morg­un­blað­inu ár­ið 2017. Sam­herji seg­ist hafa veitt selj­endalán en Ey­þór seg­ist hafa feng­ið lán hjá lána­stofn­un.

Eyþór eða Samherji segja ósatt um kúlulán borgarfulltrúans
Hvort er satt? Annað hvort segir Samherji ekki satt um lánið til Eyþórs eða að Eyþór segir ekki satt þegar hann talar um að „lánastofnun“ fjármagni viðskipti hans í Morgunblaðinu. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds, fjárfestir og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, keypti hlutabréf í Morgunblaðinu með 325 milljóna króna kúluláni. Seljandi bréfanna var eignarhaldsfélag í eigu Samherja, Kattarnef ehf., og kemur fram í ársreikningi þess félags að félagið hafi veitt kaupanda bréfanna seljendalán upp á 225 milljónir. Auk þess keypti Eyþór hlutabréf í eigu Síldarvinnslunnar og Vísis í Grindavík í Mogganum.

Í ársreikningi eignarhaldsfélags Eyþórs sem heldur utan um hlutabréfin, Ramses II. ehf., sem skilaði ársreikningi fyrir 2017 í maí 2019 nærri ári of seint, kemur hins vegar fram að félagið skuldi „lánastofnunum“ 325 milljónir og að allar þessar skuldir séu á gjalddaga árið 2020. 15 milljóna vaxtagjöld bættust við skuldina árið 2017 og stóð skuldin í lok þess árs í rúmlega 340 milljónum króna. Slík kúlulán, með einum gjalddaga í lok lánstíma, eru ekki eins fjárhagslega íþyngjandi fyrir lánþega og lán með mörgum vaxtagjalddögum á lánstímanum. 

Athygli vekur að báðir ársreikningarnir, bæði Ramsesar II …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár