Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar vill bregð­ast við gagn­rýni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra um stofn­un Þjóð­ar­sjóðs. Nefnd­ar­menn telja enga þörf á því að skylda stjórn­ina til að út­vista dag­leg­um rekstri sjóðs­ins til einka­að­ila.

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur enga þörf á því að skylda stjórn Þjóðarsjóðs til að útvista daglegum rekstri sjóðsins. Þá vija nefndarmenn að settar verði skýrari um hæfisskilyrði þeirra sem munu taka að sér stjórn sjóðsins. 

Þetta kemur fram í nefndaráliti og breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar hefur lagt fram vegna frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um stofnun Þjóðarsjóðsins.

Meirihlutinn leggur til að mælt verði fyrir um að stjórnarmenn skuli vera lögráða og hafa gott orðspor auk þess sem þeir megi ekki hafa misst forræði á búi sínu eða hlotið dóm eða sætt íþyngjandi stjórnvaldsviðurlögum fyrir fjármunabrot í tengslum við atvinnurekstur. „Jafnframt verði tekið fram að stjórnarmenn megi ekki hafa með höndum önnur störf sem dregið geti úr óhlutdrægni þeirra,“ segir í nefndarálitinu, en að því standa Óli Björn Kára­son, nefndarformaður, Bryndís Har­alds­dótt­ir og Sigríður Á. Andersen úr Sjálfstæðisflokknum, Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son úr Vinstri grænum og Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir úr Framsóknarflokknum.

Eins og Stundin fjallaði um í febrúar síðastliðnum gerði upprunalegt frumvarp Bjarna Benediktssonar ráð fyrir að daglegum rekstri þjóðarsjóðs yrði útvistað til einkaaðila. Þannig var 1. mgr. 4. gr. frumvarpsins orðuð með eftirfarandi hætti: Stjórn sjóðsins skal með samningi fela aðila með viðhlítandi sérþekkingu á erlendum fjármálamörkuðum að annast vörslu sjóðsins, ávöxtun og daglegan rekstur, þar á meðal fjárfestingar. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill bregðast við gagnrýni Fjármálaeftirlitsins sem taldi óæskilegt að einn og sami aðilinn annaðist vörslu, eignastýringu, daglegan rekstur og innra eftirlit með starfseminni. Samkvæmt tillögu nefndarmanna yrði málsgreinin orðuð svo: Stjórn sjóðsins skal með samningi fela þar til bærum aðilum vörslu sjóðsins og áhættustýringu og öðrum aðila, með viðhlítandi sérþekkingu á erlendum fjármálamörkuðum, að annast eignastýringu. Telja nefndarmenn „enga þörf á því að skylda stjórn sjóðsins til að útvista daglegum rekstri hans“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár