Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar vill bregð­ast við gagn­rýni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra um stofn­un Þjóð­ar­sjóðs. Nefnd­ar­menn telja enga þörf á því að skylda stjórn­ina til að út­vista dag­leg­um rekstri sjóðs­ins til einka­að­ila.

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur enga þörf á því að skylda stjórn Þjóðarsjóðs til að útvista daglegum rekstri sjóðsins. Þá vija nefndarmenn að settar verði skýrari um hæfisskilyrði þeirra sem munu taka að sér stjórn sjóðsins. 

Þetta kemur fram í nefndaráliti og breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar hefur lagt fram vegna frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um stofnun Þjóðarsjóðsins.

Meirihlutinn leggur til að mælt verði fyrir um að stjórnarmenn skuli vera lögráða og hafa gott orðspor auk þess sem þeir megi ekki hafa misst forræði á búi sínu eða hlotið dóm eða sætt íþyngjandi stjórnvaldsviðurlögum fyrir fjármunabrot í tengslum við atvinnurekstur. „Jafnframt verði tekið fram að stjórnarmenn megi ekki hafa með höndum önnur störf sem dregið geti úr óhlutdrægni þeirra,“ segir í nefndarálitinu, en að því standa Óli Björn Kára­son, nefndarformaður, Bryndís Har­alds­dótt­ir og Sigríður Á. Andersen úr Sjálfstæðisflokknum, Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son úr Vinstri grænum og Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir úr Framsóknarflokknum.

Eins og Stundin fjallaði um í febrúar síðastliðnum gerði upprunalegt frumvarp Bjarna Benediktssonar ráð fyrir að daglegum rekstri þjóðarsjóðs yrði útvistað til einkaaðila. Þannig var 1. mgr. 4. gr. frumvarpsins orðuð með eftirfarandi hætti: Stjórn sjóðsins skal með samningi fela aðila með viðhlítandi sérþekkingu á erlendum fjármálamörkuðum að annast vörslu sjóðsins, ávöxtun og daglegan rekstur, þar á meðal fjárfestingar. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill bregðast við gagnrýni Fjármálaeftirlitsins sem taldi óæskilegt að einn og sami aðilinn annaðist vörslu, eignastýringu, daglegan rekstur og innra eftirlit með starfseminni. Samkvæmt tillögu nefndarmanna yrði málsgreinin orðuð svo: Stjórn sjóðsins skal með samningi fela þar til bærum aðilum vörslu sjóðsins og áhættustýringu og öðrum aðila, með viðhlítandi sérþekkingu á erlendum fjármálamörkuðum, að annast eignastýringu. Telja nefndarmenn „enga þörf á því að skylda stjórn sjóðsins til að útvista daglegum rekstri hans“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár