Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar vill bregð­ast við gagn­rýni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra um stofn­un Þjóð­ar­sjóðs. Nefnd­ar­menn telja enga þörf á því að skylda stjórn­ina til að út­vista dag­leg­um rekstri sjóðs­ins til einka­að­ila.

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur enga þörf á því að skylda stjórn Þjóðarsjóðs til að útvista daglegum rekstri sjóðsins. Þá vija nefndarmenn að settar verði skýrari um hæfisskilyrði þeirra sem munu taka að sér stjórn sjóðsins. 

Þetta kemur fram í nefndaráliti og breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar hefur lagt fram vegna frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um stofnun Þjóðarsjóðsins.

Meirihlutinn leggur til að mælt verði fyrir um að stjórnarmenn skuli vera lögráða og hafa gott orðspor auk þess sem þeir megi ekki hafa misst forræði á búi sínu eða hlotið dóm eða sætt íþyngjandi stjórnvaldsviðurlögum fyrir fjármunabrot í tengslum við atvinnurekstur. „Jafnframt verði tekið fram að stjórnarmenn megi ekki hafa með höndum önnur störf sem dregið geti úr óhlutdrægni þeirra,“ segir í nefndarálitinu, en að því standa Óli Björn Kára­son, nefndarformaður, Bryndís Har­alds­dótt­ir og Sigríður Á. Andersen úr Sjálfstæðisflokknum, Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son úr Vinstri grænum og Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir úr Framsóknarflokknum.

Eins og Stundin fjallaði um í febrúar síðastliðnum gerði upprunalegt frumvarp Bjarna Benediktssonar ráð fyrir að daglegum rekstri þjóðarsjóðs yrði útvistað til einkaaðila. Þannig var 1. mgr. 4. gr. frumvarpsins orðuð með eftirfarandi hætti: Stjórn sjóðsins skal með samningi fela aðila með viðhlítandi sérþekkingu á erlendum fjármálamörkuðum að annast vörslu sjóðsins, ávöxtun og daglegan rekstur, þar á meðal fjárfestingar. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill bregðast við gagnrýni Fjármálaeftirlitsins sem taldi óæskilegt að einn og sami aðilinn annaðist vörslu, eignastýringu, daglegan rekstur og innra eftirlit með starfseminni. Samkvæmt tillögu nefndarmanna yrði málsgreinin orðuð svo: Stjórn sjóðsins skal með samningi fela þar til bærum aðilum vörslu sjóðsins og áhættustýringu og öðrum aðila, með viðhlítandi sérþekkingu á erlendum fjármálamörkuðum, að annast eignastýringu. Telja nefndarmenn „enga þörf á því að skylda stjórn sjóðsins til að útvista daglegum rekstri hans“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu