Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

Siðanefnd Alþingis telur að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn þegar hún sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson þingmaður hefði dregið sér fé. 

Þegar Þórhildur Sunna lét ummælin falla lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl þrátt fyrir að reglur um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl og siðareglur leggi þá skyldu á herðar þingmönnum að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur um þingfararkostnað. Sjálfur hefur Ásmundur viðurkennt að hluti af endurgreiðslunum hafi „orkað tvímælis“ og endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk vegna ferða um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Forsætisnefnd hafnaði í fyrra beiðni Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar og fleiri þingmanna yrðu teknar til athugunar. Var málinu ekki vísað til ráðgefandi siðanefndar. 

Hins vegar ákvað forsætisnefnd þann 2. apríl síðastliðinn að vísa erindi Ásmundar Friðrikssonar sjálfs, sem kvartaði undan ummælum Þórhildar Sunnu og Björns Levís um akstursgreiðslurnar, til siðanefndar Alþingis. Í bréfi sínu til siðanefndar tók Steingrímur J. Sigfússon þingforseti sérstaklega fram að ekki stæði til að „fjalla um eða skera úr um sannleiksgildi“ þeirra ummæla sem Þórhildur Sunna og Björn Leví hefðu viðhaft um málefni Ásmundar.

Siðanefndin skilaði ráðgefandi áliti þann 9. maí síðastliðinn. Stundin hefur álitið undir höndum, en niðurstaða þess er sú að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur. Ummæli hennar í Silfrinu, um að uppi væri rökstuddur grunur um fjárdrátt, hafi verið til þess fallin að „kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Slík ummæli hafi „óneitanlega neikvæð áhrif á traust almennings til Alþingis“ og séu ekki í samræmi við viðmið siðareglna um að þingmenn skuli rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika og af virðingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störfum.

„Í ljósi framangreinds er það niðurstaða siðanefndar að ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur frá 25. febrúar 2018, virt í heild sinni, séu ekki í samræmi við a- og c-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. gr. siðareglna fyrir alþingismenn,“ segir í niðurstöðunni. Hins vegar er Björn Leví ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum. 

Segja Þórhildi hafa verið með „æsing“ 

Formaður siðanefndarJón Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, gegndi formennsku í siðanefndinni við meðferð málsins. Hann stendur að álitinu ásamt Margréti Völu Kristjánsdóttur og Róberti H. Haraldssyni.

Fram kemur í álitinu að notkun hugtaksins „rökstuddur grunur“ um akstursgreiðslur til Ásmundar Friðrikssonar „get[i] bent til þess að umræðan hafi að einhverju leyti einkennst af æsingi fremur en málefnalegum rökum“.

Líta verði til þess að Þórhildur Sunna sé þingmaður og þar með handhafi löggjafarvalds í umboði þjóðarinnar. 

„Þá hafa þingmenn, í krafti trúnaðarstöðu sinnar í samfélaginu, aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum. Fullyrðing þingmanns um það að uppi sé rökstuddur grunur um að þingmaður hafi gerst sekur um refsivert brot gefur til kynna að hann búi yfir áþreifanlegum upplýsingum þar að lútandi.

Að mati siðanefndar hafa slík ummæli af hálfu þingmanns annað vægi en af hálfu almennings eða jafnvel fjölmiðla. Hér ber einnig að líta til þess að sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar borgaranna hafa þingmenn umboð kjósendanna til þess að fara með stjórn sameiginlegra sjóða ríkisins. Ásakanir um refsiverðan fjárdrátt þingmanns úr þeim sjóðum eru alvarlegar.“ 

Þórhildur Sunna gagnrýndi ráðamenn harðlega í Silfrinu þann 25. febrúar 2018.

Kvörtunum undan Ásmundi, Sigmundi og Ágústi vísað frá

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er fyrsti þingmaðurinn sem ráðgefandi siðanefnd Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að hafi brotið siðareglur alþingismanna. Enn liggur þó ekki fyrir endanleg niðurstaða af hálfu forsætisnefndar.

Forsætisnefnd Alþingis vísaði nýlega frá siðareglumáli sem snerist um fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fjölmiðlum um að málflutningur á borð við þann sem var viðhafður á Klaustri þann 20. nóvember 2018 væri alsiða meðal þingmanna og að þingmenn flestra flokka segðu jafnvel enn grófari hluti en sagðir voru á Klaustri. Töldu sérstakir varaforsetar Alþingis „ekki unnt að fullyrða“ að um brot á siðareglunum hefði verið að ræða en ákváðu að loka málinu og vísa því ekki til siðanefndar.

Nú á mánudag vísaði svo forsætisnefnd frá siðareglumáli er varðaði meinta kynferðislega áreitni Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og taldi ekki þörf á því að láta siðanefnd meta hvort kynferðisleg áreitni fæli í sér brot á siðareglum alþingismanna.

Hið sama var uppi á teningnum í fyrra þegar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á að skoðað yrði hvort endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna samrýmdust siðareglum.

Lá þá fyrir að nokkrir þingmenn höfðu keyrt miklu fleiri kílómetra á eigin bifreið heldur en þágildandi reglur um þingfararkostnað gerðu ráð fyrir, en samkvæmt 14. gr. siðareglna ber þingmönnum að „sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál“. 

FÍB hafði reiknað út að kostnaðurinn af því að reka reka bíl eins og Ásmundar miðað við þann kílómetrafjölda sem hann hafði gefið upp væri nær 2 milljónum heldur en 4,6 milljónum auk þess sem sérfræðingur í refsirétti hafði tjáð sig um það í Fréttablaðinu að röng skráning í akstursdagbók gæti falið í sér fjársvik. „Það er uppi rök­studdur grunur um að Ásmundur hafi látið skatt­greið­endur greiða fyrir mun meiri keyrslu en þeim er ætlað að standa kostnað af fyrir þing­menn,“ sagði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í leiðara um málið þann 19. febrúar 2018, nokkrum dögum áður en Þórhildur Sunna setti fram sams konar fullyrðingar í Silfrinu. „Raunar er það meira en grun­ur. Ásmundur gekkst nefni­lega við því í síð­ustu viku að nota bif­reið sína í próf­kjörs­bar­áttu sinni.“

Sagði Birni Leví hafa verið hótað

Forsætisnefnd taldi að Ásmundur hefði ekki þurft að fylgja reglunni um bílaleigubíla vegna þess að skrifstofa Alþingis hefði enn verið að „innleiða breyttar reglur“ á þessum tíma. Fyrir vikið væri ekki ástæða til að skoða hvort brot á siðareglunum hefði verið framið eða vísa málinu til siðanefndar.

Þingmenn Pírata gagnrýndu þessa málsmeðferð harðlega í umræðum á Alþingi 26. nóvember 2018. Þórhildur Sunna sagði að Birni Leví hefði verið hótað því að hann yrði sjálfur látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent inn erindið um að akstursgreiðslur þingmanna yrðu rannsakaðar. Var þessari frásögn ekki mótmælt af þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni.

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, varði ákvörðun forsætisnefndar af hörku og sagðist vona að málinu væri lokið fyrir fullt og allt. Akstursgreiðslumálið öðlaðist hins vegar framhaldslíf þegar Ásmundur Friðriksson sakaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu um siðareglubrot og erindi hans var vísað til siðanefndar, ólíkt öllum þeim erindum sem nefnd hafa verið hér að ofan.

Það sem Þórhildur Sunna mátti ekki segja

Hér að neðan má sjá ummælin sem Þórhildur Sunna lét falla í Silfrinu og talin eru hafa stangast á við siðareglurnar.

Eftir þáttinn birti Þórhildur Sunna stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún sagði meðal annars að það væri „fullkomlega eðlilegt að skoða grunsamlegt akstursbókhald Ásmundar Friðrikssonar“ í ljósi ákvæða almennra hegningarlaga. „Það er fullkomlega eðlilegt í réttarríki að hann sæti rannsókn vegna þessa, rétt eins og hver annar sem uppvís verður að vafasamri fjársöfnun úr vösum skattgreiðenda.“

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu hana harðlega á Alþingi nokkrum dögum síðar og sögðu hana hafa farið út fyrir velsæmismörk með því að væna þingmenn um refsiverðan verknað. Bentu Birgir Ármannsson og Brynjar Níelsson á að orðasambandið rökstuddur grunur hefði sérstaka merkingu í sakamálaréttarfari. 

Þórhildur Sunna svaraði meðal annars á þá leið að þótt orðasambandið rökstuddur grunur væri notað í lögfræði hefði lögfræðin engan einkarétt á notkun orðanna. „Það er almenn skynsemi að tala um að það sé rökstuddur grunur fyrir því að hin ýmsu brot hafi átt sér stað hérna. Ég er ekki lögreglan, ég er ekki að tala fyrir hönd lögreglu þegar ég segi að það sé rökstuddur grunur til að hefja rannsókn á lögbrotum,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár