Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óttast að fóstrum verði eytt „vegna kyns“

„Hugs­an­lega get­ur þetta vald­ið því að kon­ur leiti eft­ir fóst­ur­eyð­ingu vegna kyns. Það eru dæmi þess,“ sagði Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, í Silfr­inu í dag.

Óttast að fóstrum verði eytt „vegna kyns“

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, óttast að rýmkun réttarins til þungunarrofs leiði til þess að fóstrum verði eytt vegna þess af hvaða kyni þau eru.

Þetta kom fram í umræðum í Silfrinu í dag þegar talið barst að frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof.

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, gerði athugasemdir við 22 vikna mörkin sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Telur að með þeim sé verið að „normalísera“ fóstureyðingar seint á meðgöngu í stað þess að byggt sé á því að slíkt séu undantekningartilvik.

Birgir Þórarinsson er sama sinnis og Ólína. Sagði hann ýmislegt óumrætt og benti á að fulltrúum Þjóðkirkjunnar hefði ekki verið boðið að koma fyrir velferðarnefnd vegna málsins. Fara þyrfti varlega í að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni.

„Hugsanlega getur þetta valdið því að konur leiti eftir fóstureyðingu vegna kyns. Það eru dæmi þess,“ sagði hann. „Ég hef rætt við fæðingarlækna sem hafa sagt mér dæmi þess. Þetta þarf að ræða innan nefndarinnar, hvort þörf sé á því að setja reglur þar sem er óheimilt að gefa upp kyn.“ 

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja 22 vikna mörkin skynsamleg og Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagðist treysta vel því fagfólki sem hefur mælt með því að frumvarpið verði samþykkt í núverandi mynd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár