Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óttast að fóstrum verði eytt „vegna kyns“

„Hugs­an­lega get­ur þetta vald­ið því að kon­ur leiti eft­ir fóst­ur­eyð­ingu vegna kyns. Það eru dæmi þess,“ sagði Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, í Silfr­inu í dag.

Óttast að fóstrum verði eytt „vegna kyns“

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, óttast að rýmkun réttarins til þungunarrofs leiði til þess að fóstrum verði eytt vegna þess af hvaða kyni þau eru.

Þetta kom fram í umræðum í Silfrinu í dag þegar talið barst að frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof.

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, gerði athugasemdir við 22 vikna mörkin sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Telur að með þeim sé verið að „normalísera“ fóstureyðingar seint á meðgöngu í stað þess að byggt sé á því að slíkt séu undantekningartilvik.

Birgir Þórarinsson er sama sinnis og Ólína. Sagði hann ýmislegt óumrætt og benti á að fulltrúum Þjóðkirkjunnar hefði ekki verið boðið að koma fyrir velferðarnefnd vegna málsins. Fara þyrfti varlega í að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni.

„Hugsanlega getur þetta valdið því að konur leiti eftir fóstureyðingu vegna kyns. Það eru dæmi þess,“ sagði hann. „Ég hef rætt við fæðingarlækna sem hafa sagt mér dæmi þess. Þetta þarf að ræða innan nefndarinnar, hvort þörf sé á því að setja reglur þar sem er óheimilt að gefa upp kyn.“ 

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja 22 vikna mörkin skynsamleg og Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagðist treysta vel því fagfólki sem hefur mælt með því að frumvarpið verði samþykkt í núverandi mynd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár