Óttast að fóstrum verði eytt „vegna kyns“

„Hugs­an­lega get­ur þetta vald­ið því að kon­ur leiti eft­ir fóst­ur­eyð­ingu vegna kyns. Það eru dæmi þess,“ sagði Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, í Silfr­inu í dag.

Óttast að fóstrum verði eytt „vegna kyns“

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, óttast að rýmkun réttarins til þungunarrofs leiði til þess að fóstrum verði eytt vegna þess af hvaða kyni þau eru.

Þetta kom fram í umræðum í Silfrinu í dag þegar talið barst að frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof.

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, gerði athugasemdir við 22 vikna mörkin sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Telur að með þeim sé verið að „normalísera“ fóstureyðingar seint á meðgöngu í stað þess að byggt sé á því að slíkt séu undantekningartilvik.

Birgir Þórarinsson er sama sinnis og Ólína. Sagði hann ýmislegt óumrætt og benti á að fulltrúum Þjóðkirkjunnar hefði ekki verið boðið að koma fyrir velferðarnefnd vegna málsins. Fara þyrfti varlega í að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni.

„Hugsanlega getur þetta valdið því að konur leiti eftir fóstureyðingu vegna kyns. Það eru dæmi þess,“ sagði hann. „Ég hef rætt við fæðingarlækna sem hafa sagt mér dæmi þess. Þetta þarf að ræða innan nefndarinnar, hvort þörf sé á því að setja reglur þar sem er óheimilt að gefa upp kyn.“ 

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja 22 vikna mörkin skynsamleg og Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagðist treysta vel því fagfólki sem hefur mælt með því að frumvarpið verði samþykkt í núverandi mynd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár